- Advertisement -

Fer ríkisstjórnin á taugum – brinkmanship

Fjöldagjaldþrot fyrirtækja verður meira en efni standa til.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Falskur áróður Samtaka atvinnulífsins (SA) um að 300 milljarðar króna eða 10 prósent af landsframleiðslu hverfi úr hagkerfinu á næsta ári og aftur á því þar næsta er óboðlegur. Hann byggir á kanínu sem dregin er upp úr hatti blekkingameistara. Samtökin eru að leika sér að eldinum og stunda afar hættulegan leik. Þar er látið reyna á hver þorir að ganga næst bjargbrúninni án þess að guggna. Þetta er þekkt taktík á stríðstímum sem kallast brinkmanship og hefur hún aldrei endað vel!

Verið er að tala skelfingu af ástæðulausu inn í neytendur. Takist ætlunarverkið þá mun það hafa afar slæmar afleiðingar í för með sér fyrir félagsmenn samtakanna. Fjöldagjaldþrot fyrirtækja verður meira en efni standa til. Stór hluti þess verður af völdum „brinkmanship“ samtakanna. Þar á bæ þá spyrja menn ekki að leikslokum heldur treysta því að launþegahreyfingin og ríkisstjórnin fari á taugum. Hinn eiginlegi tilgangur er að nýta erfiðar aðstæður hjá 10 prósent hagkerfisins og draga hin 90 prósentin niður með sér. Ætlunin er að berja á láglaunafólki þannig að hér skapist allsherjar ófriður á vinnumarkaði og kalla fram skattkerfisbreytingar og launalækkun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ábyrgðarleysi.

Samtökin eru að berjast fyrir skattalækkunum fyrir sjálfan sig sem mun síðar bitna á heilbrigðis- og menntakerfinu svo ég nefni nú ekki stöðu aldraðra. Ábyrgðarleysi forystu samtakanna er glæpsamlegt og ber að mæta henni af fullri hörku. Ef ríkisstjórnin Katrínar Jak guggnar þá er alveg ljóst að hér á landi er ekki lýðræðiskjörin ríkisstjórn við stjórnina. Samtökin í Borgartúni 35 hafa þá rænt völdum! Þar á bæ þá verður skálað í kampavíni af bestu gerð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: