Stjórnmál

Ferðalög og flöktandi króna

By Miðjan

December 30, 2018

Hvernig kemur flökt krónunnar við Íslendinga á ferðalögum og í viðskiptum við aðrar þjóðir. Turisti.is hefur unnið samantekt um stöðu krónunnar gagnvart helstu myntum annarra þjóða.

„Þó flugmiðar séu í mörgum tilfellum mjög ódýrir þá hefur krónan veikst síðastliðið ár og þar með kostar meira að kaupa sér gistingu, mat og afþreyingu í utanlandsferðinni,“ segir á turisti.is.

„Íslensk króna hefur til að mynda tapað um tíund af verðgildi sínu gagnvart bandarískum dollara síðustu 12 mánuði. Þar með kostar 150 dollara hótelnóttin nú um 2 þúsund krónum meira en á sama tíma í fyrra. Hækkunin í svissneskum frönkum er álíka há eða rétt rúm tíund. Dvöl í evrulandi hefur hækkað aðeins minna því veiking krónu gagnvart evru nemur um 6 prósentum. Það munar þó um þá hækkun og sérstaklega ef dvelja á lengri tíma, t.d. á spænskri sólarströnd.,“ segir í fréttinni á turisti.is.