- Advertisement -

Finnst Gumma í alvörunni flugfreyjur vera aflögufærar?

Hafin er árás á lífskjör í landinu því aðrar starfsstéttir kvenna munu fá sömu meðferð í kjarasamningum framtíðar.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ég nýlegri grein „Gummi sparkar í flugfreyjur“ fjallaði ég lauslega um ómálefnaleg skrif landsliðsþjálfarans í handbolta um flugfreyjur. Þar sakaði hann þær um að átta sig ekki á stöðu mála og ættu að sætta sig við verri launakjör. Nú hefur Miðjan birt upplýsingar um kjör stéttarinnar í þessar grein hérna „Svona tekur fasisminn yfir“. Skoðum kjörin stuttlega.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er ögurstund hjá launafólki og alþýðunni almennt!

Vinnuskyldan mælist vera 165 klukkustundir á mánuði . Ný flugfreyja eða flugþjónn fær 243 þúsund krónur á mánuði eftir skatta. Flugfreyja með 10 ára starfsreynslu er með 317 þúsund krónur eftir skatta. Síðan dreifast launin að mestu á bilinu 313-439 þúsund krónur á mánuði eftir skatta. Þær sem fá mest eru freyjur og þjónar sem hafa starfað allra lengst. Í hverri flugferð er einn slíkur starfsmaður um borð að jafnaði. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef sjálfur aflað mér innan úr stéttinni þá er massinn af flugfreyjum og þjónum með 357 þúsund krónur og minna á mánuði eftir skatta. Samkvæmt nýjum kjarasamningi við Flugfreyjufélagið þá á að lengja vinnuskylduna um fimm klukkustundir sem er ígildi 12,5 klukkustunda hjá launafólki á jörðu niðri. Laun verða óbreytt þrátt fyrir lengingu vinnutíma!

Finnst Gumma að freyjurnar séu aflögufærar? Ef svo þá er hann kominn í félagsskap með milljóna körlunum Boga Nils Bogasyni og Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem stjórna Icelandair og Hræsnarasamtökum atvinnulífsins. Það er ekkert vafamál að ef Flugfreyjufélag Íslands samþykkir samninginn undir þeim hótunum sem settar voru fram þá er hafin árás á lífskjör í landinu því aðrar starfsstéttir kvenna munu fá sömu meðferð í kjarasamningum framtíðar. Það er ögurstund hjá launafólki og alþýðunni almennt!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: