- Advertisement -

Fjármálaeftirlitið hunsar neytendur

Lífeyrissjóður verslunarmanna fer í öfuga átt við markaðinn.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Fjármálaeftirlitið á samkvæmt lögum að tryggja hagsmuni neytenda í viðskiptum við fjármálafyrirtæki og horfa til góðra venja á markaði. Það kom því á óvart með hvaða hætti eftirlitið blandaði sér inn í ákvörðun VR að skipta um stjórn í Lífeyrissjóði verslunarmanna.

Eftirlitið skoðaði eingöngu hvort ákvörðun VR teldist vera afskiptasemi af 10% vaxtahækkun stjórnar sjóðsins. Hagsmunir neytenda og sjóðsfélaga voru ekki virtir viðlits. Það er alvarleg yfirsjón.


Vel þekkt er að hækkandi vextir auki vanskil neytenda.Vel þekkt er að hækkandi vextir auki vanskil neytenda. Í kjölfarið skerðast lífeyrisréttindi. Þetta eru sterk rök og sýna að stjórn lífeyrissjóðsins vann gegn þessum mikilsverðu hagsmunum. Ekki gengur að eftirlitið líti framhjá þessu enda ber að forðast hlutdrægni.      

Stjórn sjóðsins varði 10% vaxtahækkunina aumlega og sagði að framvegis ætli stjórn sjóðsins að víkja frá venjunni að líta til markaðsvaxta þegar kjör sjóðsfélagalána eru ákveðin. Vaxtaákvarðanir verða sem sagt teknar inn í svörtu boxi og gagnsæi víkur. Ráðagerðin vinnur gegn hagsmunum sjóðsfélaga og neytenda.

Það er venja að horfa til vaxtaþróunar á markaði, sem eru lækkandi nú um stundir, þegar vaxtaákvarðanir eru teknar. Eftirlitið kaus að líta framhjá venjunni í sinni athugun. Neytendur eiga rétt á að heyra ástæðurnar. 

Margir lífeyrissjóðir hafa lækkað vexti undanfarið í samræmi við þróun á markaði. Viðskiptavinir og sjóðsfélagar sjóðanna koma til með að finna vel fyrir lækkuninni í formi hærri ráðstöfunartekna. Það var einmitt markmið Lífskjarasamninga.   

Lífeyrissjóður verslunarmanna fer í öfuga átt við markaðinn. Fjármálaeftirlitið hlýtur að rannsaka ákvörðunina ef það vill láta taka sig alvarlega.  


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: