Fréttir

Fjármálaeftirlitið blandar sér í flugfreyjumálið

By Miðjan

July 17, 2020

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, skrifar:

Starfsmaður fjármálaeftirlitsins stígur hér fram og ætlar að meina félagslega kjörnum fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar að hafa skoðun á málum lífeyrissjóða.

Starfsmaðurinn virðist ekki þekkja eða skilja stefnu lífeyrissjóðanna sjálfra um ábyrgar fjárfestingar, þar sem m.a. er talað um félagsleg málefni og langtímahagsmuni sjóðfélaga.

Ég spyr mig hvort þessir þöggunartilburðir, þrýstingur og rangtúlkanir frá starfsmanni fjármálaeftirlitsins séu mögulega það “óeðlilega og ófaglega” sem þurfi að hafa áhyggjur af hér.

Eitt er þó víst: Verkalýðshreyfingin mun aldrei una því að eftirlaunasjóðir félagsmanna þeirra verði notaðir til að fjármagna árásir á stjórnarskrárvarin félagsleg réttindi almennings á Íslandi.