- Advertisement -

Fjármálaráðherra á flótta

Jóhann Þorvarðarson:

Þetta er náttúrulega víðáttu vitlaust enda alþekkt að þegar hið opinbera hækkar gjöldin að þá finni fyrirtækin skjól undir pilsfaldi ríkisins og hækka eigin verð samhliða.

Fjármálaráðherra var rembingslegur fyrir síðustu Alþingiskosningar. Talaði vart um annað en efnahagslegan stöðugleika undir sinni stjórn og út á það ættu kjósendur að veita honum atkvæði sitt. Nú er öldin önnur. Verðbólga tuddast við að fara yfir 10 prósent á ársgrundvelli og atvinnuleysi hefur vaxið úr 1,1 prósenti og upp í 3,3 prósent frá því fyrri ríkisstjórn Katrínar Jak tók við.

Í gær þá sagði fjármálaráðherra réttilega að Seðlabankinn hafi vanspáð verðbólgu í tíu skipti í röð eins og Miðjan hefur ítrekað bent á. Hann neitar aftur á móti að gangast við eigin ábyrgð á bólgunni með áróðri um að gjaldskrárhækkanir síðustu fjárlaga séu í tómarúmi. Segir líka að hækkun gjalda sendi engin skilaboð til hagaðila. Þetta er náttúrulega víðáttu vitlaust enda alþekkt að þegar hið opinbera hækkar gjöldin að þá finni fyrirtækin skjól undir pilsfaldi ríkisins og hækka eigin verð samhliða. Það er lítið um óstöðugleikatal nú um stundir þó hagkerfið stefni í magalendingu. Og enginn ræðir skort á samkeppni í lykil atvinnugreinum landsins.

Hvar er stjórnarandstaðan? Það hljóta fleiri en Kristrún Frostadóttir að geta talað málefnalega um efnahagsmál?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: