- Advertisement -

Fjármálaráðherra þarf að opna augun

Síðan mælist verðbólga vart í Kína á meðan hún er á fljúgandi ferð heima á Fróni.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í tengslum við hugsanlega sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka þá sagði fjármálaráðherra orðrétt á Alþingi í dag „Raunar þarf að leita alla leið til ríkja á borð við Kína, jafnvel Norður Kóreu, til að finna viðlíka eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum“. Þessi orð eru sett fram eins og að skipan mála í Kína sé lakari en á Íslandi. Þá er rökrétt að spyrja og svara hver er árangur þjóðanna í efnahagslegu tilliti á tímum kórónuveiru faraldurs. Myndin sem fylgir svarar spurningunni vel. Kína er í miklu betri stöðu en Ísland.

Atvinnuleysi er vandræðalega miklu meira á Íslandi en í Kína. Hagvöxtur var jákvæður í Kína á síðasta ári á meðan Hagstofan og Seðlabankinn áætla samdrátt upp á meira en 8 prósent á Íslandi. Síðan mælist verðbólga vart í Kína á meðan hún er á fljúgandi ferð heima á Fróni. Þrátt fyrir miklu betri árangur í Kína þá leyfir formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra að tala niður Kína hvað varðar skipan bankamála. Kannski ætti ráðherrann að opna augun og spyrja sig hverju sæti. Getur verið að hans eigin efnahagsstjórn sé vandamálið, en ekki umfangsmikið eignarhald ríkisins á bönkum. Það hlýtur alltaf að vera höfuðmarkmiðið ríkisstjórnar að halda uppi háu atvinnustigi, viðhalda lágri verðbólgu og stuðla að hagvexti. Við skulum bara segja það upphátt, efnahagsstjórn landsins undir forystu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Ben hefur mistekist. Tölurnar ljúga engu!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: