- Advertisement -

Fjarstæðukenndur utanríkisráðherra

Stjórnarhættir Guðlaugs og Sjálfstæðisflokksins eru þjóðinni því mjög dýrir.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Thomas Möller segir í Bakþönkum Fréttablaðsins að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hafi sagt í tveimur viðtölum að verðlag á Íslandi myndi hækka tilfinnanlega ef Ísland færi í nánara samstarf við Evrópusambandið. Þessu andmælti Thomas enda hrein firra hjá Guðlaugi. Frá byrjun aldarinnar þá hefur verð á evrusvæðinu hækkað um sirka 40 prósent að jafnaði. Á sama tímabili þá hækkaði verðlag á Íslandi um 153 prósent eða tæplega fjórfalt meira. Ef ég kippi einu landi út sem liggur á norðlægum slóðum eins og Ísland og haft hefur evru sem gjaldmiðil alla öldina þá batnar samanburðurinn ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Myndin ber saman ársverðbólgu í Finnlandi og á Íslandi samkvæmt verðlagsvísitölu landanna. Bláa lína Finna liggur ávallt neðar enn rauða lína Íslands nema árið 2014. Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum þá hefur hlutfallslegur munur á verðbólgu landanna tveggja farið úr því að vera tæplega þrefaldur yfir í það að vera tólffaldur. Í bæði skiptin er samanburðurinn Íslandi í óhag. Atvinnuleysi á Íslandi er einnig miklu meira en í Finnlandi. Stjórnarhættir Guðlaugs og Sjálfstæðisflokksins eru þjóðinni því mjög dýrir. Ísland þarf augljóslega á því að halda að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki við stjórnvölinn í landinu. Flokkurinn skaðar hagkerfið. Landinu er stjórnað út frá sérhagsmunum í stað almannahagsmuna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: