- Advertisement -

Fjögur fá 420 milljónir hvert að gjöf

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Hér er frétt frá því í morgun um það að 4 manneskjur munu fá hver um sig 420 milljónir íslenskra króna fyrir „að fallast á að skaðleysissjóðurinn verði lagður niður.“ Í sama fréttamiðli, Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, kemur þetta jafnframt fram, í snjöllu prósa-ljóði (inní frétt um að ekkert sé að marka Hagstofuna þegar hún heldur því fram að hin ríku séu rík og hin fátæku fátæk, svo segi Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs):

„Í ljósi þess að formaður Samfylkingarinnar víkur að ójöfnuði er vert að hafa í huga að frelsi, þar með til athafna, fæst ekki þrifist nema að gert sé ráð fyrir ójöfnuði. Hagfræðingar á borð við Ludwig von Mises hafa sagt að einungis vegna ójafnaðar sé hægt að skapa auð í lýðræðisríkjum, því hann sé hreyfiafl í átt að aukinni hagsæld.“ (Höfundur Helgi Vífill Júlíusson). Þannig að í dag getum við fagnað; þrátt fyrir að Samtök atvinnulífsins neyðist til að greiða umsamdar launahækkanir til vinnuaflsins og með því sé unnið gegn aukningu ójafnaðar fá 4 manneskjur gefnar 420 milljónir fyrir nákvæmlega ekki neitt og það vegur upp á móti jöfnuðinum í landinu. Og þannig þarf Mises ekki að rúlla sér alveg jafn mikið í gröfinni, fullur angistar yfir því að jöfnuðurinn sé að drepa blessað frelsið. Guði sé lof fyrir það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: