- Advertisement -

Fjölskylda Davíðs með rúmlega 6 þúsund falt vægi!

Er þessi skipan eitthvað eðlileg og er hún í anda Stjórnarskrár landsins?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Samkvæmt stjórnarskrá Íslands eiga dómstólar að vera óháðir og óhlutdrægir. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) frá því í dag tók einmitt mið af þessu ákvæði stjórnarskrárinnar. Í þessu sambandi er ágætt að hafa neðangreint í huga.

Frá ættsveit Davíðs Oddssonar koma 5% allra dómara landsins. Tveir eru börn bróður Davíðs þau Börkur Þorvaldsson dómari við Hæstarétt og Hervör Þorvaldsdóttir forseti og dómari við Landsrétt. Síðan er það einkasonur Davíðs hann Þorsteinn sem dæmir við Héraðsdóm Reykjaness. Þannig að fjölskyldutengsl Davíðs ná yfir öll dómstigin þrjú. Það gætu verið um meiri ættartengsl, en þá þekki ég ekki til þeirra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessir þrír dómarar eru 0,0008% landsmanna, en eru samt 5% dómara. Þannig að vægi fjölskyldu Davíðs er rúmlega 6 þúsund falt á við þá fjölskyldu sem engan dómara hefur innan dómskerfisins.

Er þessi skipan eitthvað eðlileg og er hún í anda Stjórnarskrár landsins?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: