- Advertisement -

Fleiri og fleiri átta sig á skaðsemi tungufossins

Jóhann Þorvarðarson:

Það undraði því ekki Miðjuna þegar Ásgeir sagði í dag að bankinn hafa dregið stutta stráið. Svona eins og að starfsemi og ákvarðanir Seðlabankans snúist um slempilukku.

Alveg frá því að Ásgeir Jónsson var skipaður seðlabankastjóri þá hefur Miðjan verið ein um að hafa áhyggjur af skaðlegri tjáningarþörf hans. Í skjóli hjarðhegðunar íslenskra fjölmiðla og ríkisstjórnar landsins, þar sem enginn vill vera boðberi óþægilegra tíðinda, þá hefur Ásgeir komist upp með skrautlegar tjáningar. Þekkt er sú að ferðalög Íslendinga til Tenerife sé rót verðbólgu og halla á viðskiptum við útlönd. Enn þekktari er sú tjáning þegar búið var að lækka hér vexti niður fyrir 1 prósentustig að þeir væru komnir til með að vera lágir.

Jó-jó tjáningar seðlabankastjóra eru sjálfstætt efnahags- og áhættuvandamál því þær varða efnahagslegt þjóðaröryggi. Í dag þegar bankinn hækkaði vexti í 11 sinn á aðeins fáeinum misserum sagði seðlabankastjóri að kjarasamningar, sem gerðir voru í desember, valdi hagspennu og stuðli að verðbólgu. Annað var upp á teningnum í desember þegar hann sagði samningana hófsama. Út frá þeirri tjáningu bjuggust allir við verðhjöðnun nema auðvitað Miðjan. Verðbólga er aftur komin á aukinn hraða og tuddast í 10 prósentunum.

Ekki fyrir alls löngu þá sagði þessi sami seðlabankastjóri að ekki væru fleiri vaxtahækkanir í kortunum, en á þeim tveimur fundum peningastefnunefndar sem liðnir eru þá voru vextir hækkaðir í bæði skiptin. Núna í dag hækkaði bankinn vextina um 0,5 prósentustig og segir að von sé á frekari vaxtahækkunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er freystandi að segja núna „We told you so“, en Miðjan kann sig og sparkar ekki í liggjandi mann.

Stýrivextir eru komnir í 6,5 prósentustig og í því samhengi er í góðu lagi að rifja upp að fyrir ansi mörgum mánuðum benti Miðjan á að stýrivextirnir væru að stefna í áttina að 10 prósentum að óbreyttu. Þar að baki bjó raunsæ greining og engin hræðsla við að boða óljúf tíðindi. Hjarðahegðun er nefnilega afþökkuð á Miðjunni.

Gagnrýni Miðjunnar á skipun Ásgeirs hefur frá upphafi einnig snúist um að hann búi ekki yfir nægilegri greiningar- og spáhæfni, en þættirnir eru mikilvægustu eiginleikar allra bankastjóra. Það undraði því ekki Miðjuna þegar Ásgeir sagði í dag að bankinn hafa dregið stutta stráið. Svona eins og að starfsemi og ákvarðanir Seðlabankans snúist um slempilukku. Það er alls ekki svo og staðfesta orð hans í raun getuleysi hans sjálfs og fylgitungla að fara með yfirstjórn Seðlabanka Íslands.

Það er freystandi að segja núna „We told you so“, en Miðjan kann sig og sparkar ekki í liggjandi mann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: