- Advertisement -

Flokkur sem vinnur gegn hagsmunum láglaunafólks

Jóhann Þorvarðarson:

Meira yrði því eftir í buddunni til að láta mánaðarlega enda ná saman. Þetta vill Jakob Frímann og Flokkur fólksins ekki sjá. Flokkurinn stendur þar með ekki undir nafni. Fuss og svei!

Í sögulegu viðtali hjá Ólafi Arnarssyni á Eyjunni þá fáraðist Jakob Frímann yfir því að Seðlabanki Íslands væri sjálfstæð stofnun. Vill hann meina að ríkisstjórnin ætti að hafa eitthvað með ákvarðanir bankans að gera. Ekki þarf annað en að horfa til Tyrklands þar sem forseti landsins hefur haft afskipti af vaxtaákvörðunum Tyrkneska Seðlabankans til að átta sig á því hversu vond þessi hugmynd er. Verðbólga þar í landi er sögð vera 25 prósent, en almenningur segir bólguna meira en 80 prósent. Forsetinn hefur lofað að hætta afskiptum af vaxtaákvörðunum bankans, en við sjáum til hvort það muni ganga eftir.

Gömlu Sovétríkin eru annað víti til varnaðar. Seðlabanki hins fallna kúgunarveldis var undir handarjaðri kommúnista og enginn vissi í raun hver verðbólgan var. Hún var skráð með fölskum hætti eins og margt annað þar í landi. Ákvarðanir í peningamálum lutu pólitískum duttlungum, sem endaðu með hörmungum. Jakob Frímann þykist ekki þekkja söguna þó hann hafi gert sköruglega tilraun til að verða frægur í Moskvu undir nafninu Strax.

Við getum síðan litið okkur nær enda hafa Íslendingar slæma reynslu af pólitískum afskiptum Seðlabankans. Nægir þar að nefna skipan Davíðs Oddssonar í stól seðlabankastjóra, en honum tókst að reka bankann í þrot.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðan er það íslenska krónan.

Ljúft er að benda Jakobi Frímanni á að fjármálamarkaðir hér og erlendis myndu refsa grimmilega ef sú skipan yrði tekin upp að samráð væri milli ríkisstjórnar og Seðlabankans um vaxtarstigið. Áhættuálag landsins myndi stökkbreytast, jafnvel margfaldast. Það myndi draga samkeppnishæfni landsins niður á við og þar með lífsgæðin. Framþróun landsins yrði fyrir varanlegu höggi.

Ef Jakob Frímann vill ræða um Seðlabanka Íslands og verðbólguna á málefnalegum nótum þá kemst listaspíran ekki hjá því að ræða misheppnaða mönnun yfirstjórna svörtulofta. Þar liggur stór hluti verðbólguvanda Íslands enda engir landsliðsmenn þar á bæ.

Síðan er það íslenska krónan. Jakob og Flokkur fólksins hafa barist gegn aðild að Evrópusambandinu samanber ítrekuð framlagning lagafrumvarps um að viðræðum um aðild Íslands að sambandinu verði slitið með formlegum hætti. Ef flokkurinn vildi í raun og veru vera málsvari fátækasta hluta landsmanna þá myndir flokkurinn hafa það á stefnuskrá sinni að Ísland taki upp evruna. Svo er aftur á móti ekki og er það opinberandi staðreynd um hið dulda eðli flokksins.

Evran myndi færa landsmönnum aukna samkeppni á neytendavörumarkaði og lægri vexti. Hagur hinna verst settu myndi þar með batna og jöfnuður aukast. Auðveldara yrði að framfleyta sér og koma þaki yfir höfuðið. Með lægri vöxtum þá minnkar einfaldlega tilfærsla á fé frá skuldurum og yfir til lánara. Meira yrði því eftir í buddunni til að láta mánaðarlega enda ná saman. Þetta vill Jakob Frímann og Flokkur fólksins ekki sjá. Flokkurinn stendur þar með ekki undir nafni. Fuss og svei!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: