
Jóhann Þorvarðarson:
Og hver man ekki eftir Vafningsmálinu og skattaskjóls firmanu Falson & Co. Og þegar fjármálaréðherra seldi pabba sínum, sem ritaði meðmælabréf með barnaníðingi, hlut í Íslandsbanka.
Tilvera Sjálfstæðisflokksins snýst orðið um æ færri atkvæði og innanbúðar margklofning. Því má þakka formennsku Bjarna Ben og fylgifiska hans. Tvö nýjustu skotmörk bófaflokksins eru ævisparnaður landsmanna vegna málefna ÍL-sjóðs og skylduaðild launafólks að hagsmunasamtökum, sem verið hafa drifkraftur velmegunar í landinu.
Árás fjármálaráðherra á ævisparnaðinn, þar sem hann reynir að koma ríkissjóði undan ábyrgð, er hegðun sem ekki er ný af nálinni. Hann hefur áður sýnt í verki að hann á auðvelt með að hlaupa undan ábyrgð og eigin ógjörðum. Hver man til dæmis ekki eftir Sjóði 9 hjá Íslandsbanka þegar hann komst í burt með sinn sparnað skaðlaust áður en bankinn hrundi. Og hver man ekki eftir stjórnarformennsku hans í röð stórfyrirtækja þar sem hundruðir milljarða króna komust í vanskil og fyrirtækin í þrot. Og hver man ekki eftir Vafningsmálinu og skattaskjóls firmanu Falson & Co. Og þegar fjármálaréðherra seldi pabba sínum, sem ritaði meðmælabréf með barnaníðingi, hlut í Íslandsbanka. Já, svo má ekki gleyma að sóttvarnarlög giltu ekki um Bjarna, samanber Ásmundarsalsmálið.
Og hvað með kosningasvindlið í Borgarnesi þar sem innmúraður Sjálfstæðismaður átti unaðsstund með kjörgögnum án eftirlits. Um tugur atkvæða bættust óvænt við og nær öll runnu til Sjálfstæðisflokksins. Viðkomandi hefur ekki sætt ábyrgð enda undir verndarvæng Fálkans bláa. Þetta er styttri útgáfan af brotthlaupum Bjarna Ben og því er ekki ósanngjarnt að slá því föstu að flóttamaður og bófi fari með formennsku í Sjálfstæðisflokknum.