- Advertisement -

Fólk mun deyja – bráðaaðgerðum frestað – enginn vill bera ábyrgðina

Bráðveikt fólk kemst ekki í aðgerðir sökum þess hversu þrengt er að gjörgæsludeildinni. Fólk mun deyja meðan það bíður. Þetta sagði Tómas Guðbjartsson læknir á Morgunvaktinni á rás eitt rétt í þessu.

Tómas sagðist vilja að sett verði neyðarstjórn yfir spítalann og að borga verði gjörgæsluhjúkrunarfræðingur betur, þeir eru vel menntaðir og ómissandi.

Á gjörgæslunni eru aðeins fjórtán rúm.

Tómas segir hvern Covidsjúkling krefjast mun meira en til dæmis hjartasjúklinga.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Mynd: Tómas Guðbjartsson, myndvinnsla RAX. Myndatextinn: Frá vinstri Anna María Leifsdóttir, Halldóra Dögg Jónsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir og Áslaug Arnoldsdóttir.

Hann segir aðstæðurnar vera erfiðar. „Skórinn er orðinn svo þröngur að ekki er hægt að ganga í honum.“

Tómas segist undrandi hvernig hefur tekist að fækka rúmum svo mikið. Hann benti á stjórnmálamenn og það fólk sem hefur stjórnað spítalanum.

Hann sagði ráðherra heimti að sóttvarnir verði aflagðar. Tómas sagði þetta sama fólk ekki koma og skoða aðstæður. Áhugaleysið sé algjört. Tómas hefur sent spurningar, hingað og þangað, en hefur ekki verið virtur svars.

„Það er enginn sem vill taka ábyrgð á þessu ástandi,“ sagði Tómas. Hann gagnrýndi stjórnmálafólk hart. Fólk sem hefur staðið að niðurskurði á spítalanum tali nú um að auka verði framleiðni í spítalanum.

Tómas nefndi einnig að þegar ráðherraskipti verða breytist margt. „Við erum eins og vélstjórar niður í vélarúmi og eigum að setja fulla ferð áfram eða aftur á bak.“

Þau sem ekki heyrðu viðtalið verðið að hlusta á það.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: