- Advertisement -

Fór þessi brandari fram hjá einhverjum?

Mér er hreint óglatt að lesa hvað þetta eru miklar hækkanir!

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga er nýjum kjarasamningi við ýmis undirfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) fagnað eins og um vatnaskil sé að ræða í kjarabaráttu láglaunafólks. Grípum fyrirsögnina: „Miklar hækkanir lægstu launa í nýjum kjarasamningi sambandsins við SGS.“ 

Ráðstöfunartekjur af launum aðstoðarmanns í eldhúsi, mötuneyti eða starfsmaður í ræstingu verða frá og með 1. janúar 2020 hrein ofrausn eða 240.000 krónur eftir greiðslu í lífeyrissjóð. Þegar þessi aðstoðarmaður er búinn að borga 150.000 krónur fyrir 50 fm íbúð þá standa eftir 90.000 krónur til að moða úr út mánuðinn. Mér er hreint óglatt að lesa hvað þetta eru miklar hækkanir!

Þið fyrirgefið mér, en núna þarf ég að æla!

Eftir tvö ár þá hækka ráðstöfunartekjur um 54.000 krónur á núvirði eftir greiðslu í lífeyrissjóð. Að laun hækki eftir tvö ár er viðurkenning á því að launin í dag eru skökk. Þau eru of lág! Þetta merkir að hver og einn lægst launaði launamaður gefur launagreiðandanum afslátt af sínum launum í tvö ár sem nemur samtals 1,3 milljónum króna yfir tveggja ára tímabil. Mér er að versna, er ferlega bumbult. Getur láglaunafólk ekki  gefið meira af sér, nískupúkar!

Forystumenn sveitarfélaga sem skrifuðu undir þennan samning eru sjálfir með margfaldar þessar ráðstöfunartekjur. Og settur ríkissáttasemjari brosti sínu albreiðasta brosi þegar samningar voru undirritaðir, en hún sjálf með sirka 1.100 milljón krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði. Sjálfur hefði ég falið andlit mitt bak við dulu við þetta tækifæri af skömm gagnvart fátækum. En svo fattaði ég brosið. Hálaunaklanið var auðvitað að fagna óbreyttu ástandi um eigin hag, geta haldið sínu lúxuslífi óskertu. Þið fyrirgefið mér, en núna þarf ég að æla!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: