- Advertisement -

Forljót mynd af óstjórn og rugli

Um er að ræða árás á neytendur og á þá viðspyrnu sem hagkerfið er að reyna finna.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Íslandsbanki tilkynnti í dag að bankinn sé að hækka útlánsvexti og ætti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að bregðast hratt við. Lækka þarf stýrivextina loksins niður í núll prósent til að vinna gegn stefnubreytingu bankanna, sem ætla sér að stefna vaxtaferlum landsins upp á við. Um er að ræða árás á neytendur og á þá viðspyrnu sem hagkerfið er að reyna finna. Sú óstjórn sem hagtölurnar á myndinni endurspegla valda meira atvinnuleysi en hjá frændum okkar í norðri og það er grafalvarlegt mál. Á sama tíma liggja stjórnvöld bara á blárri vindsæng með sólgleraugu og ímynda sér að veröldin sé önnur en hún er. Stjórnin er meira að hugsa um að lækka erfðafjár- og fjármagnsskatt frekar en að vinna að almannahagsmunum. Skoðum lauslega hver hin raunverulega staða er og skemmum sólbað stjórnvalda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef nefndin gerir það ekki þá verður að skipa nýja nefnd með fólki sem þorir og kann til verka.

Byrjum á bláu súlunni, sem sýnir breytingu á gengi króna Norðurlandanna gagnvart evrunni. Sænsku og dönsku myntirnar hafa vart haggast á meðan sú Íslenska hefur tapað tæplega 22 prósentum af eigin kaupmætti gagnvart evrulöndunum. Sama á við um verðbólguna, sem mælist vart í Svíþjóð og Danmörku á meðan hún er að sigla yfir 3,5 prósent á Íslandi samanber grænu stöplarnir. Bólgan stefnir á 4,4 prósent yfir árið samkvæmt eigin spá.

Stýrivextir (meginvextir) á Íslandi eru einnig hærri en á hinum Norðurlöndunum eins og rauðu súlurnar sýna. Vextirnir eru neikvæðir í Danmörku, en núll prósent í Svíþjóð og Noregi. Hærra íslenskt vaxtagólf og hærri verðbólga veldur því að allur fjármagnskostnaður á landinu er hærri en á hinum Norðurlöndunum. Það dregur úr fjárfestingagetu íslenska hagkerfisins. Dugleysi peningastefnunefndar Seðlabanka íslands veldur hærri vöxtum hér en annars staðar. Það út af fyrir sig hvetur verðbólguna áfram við núverandi aðstæður í hagkerfinu. Nefndin ætti að manna sig upp og lækka stýrivesti niður í það sem þeir eru hjá nágrönnum okkar og á Nýja Sjálandi. Ef nefndin gerir það ekki þá verður að skipa nýja nefnd með fólki sem þorir og kann til verka. Við óbreytt ástand verður ekki unað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: