- Advertisement -

Formaðurinn ljúgandi gengst við skrökseminni

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Viðbrögð Bjarna Ben við grein Þorsteins eru kunnugleg enda grípur hann til blekkinga sem eiga rætur í  sýndarveruleika Bjarna.

Þorsteinn Pálsson og Már Guðmundsson.
Í máli hans kom fram að endurreisn efnahagslífsins á Íslandi sé langt á eftir því sem þekkist hjá öðrum Evrópuríkjum.

Formaður Sjálfstæðisflokksins gekkst við eigin skrökvísi þegar hann brást við nýrri grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn vitnar þar til nýlegra orða Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra. Í máli hans kom fram að endurreisn efnahagslífsins á Íslandi sé langt á eftir því sem þekkist hjá öðrum Evrópuríkjum. Orðin eru í samræmi við það sem Miðjan hefur haldið fram, sem er að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jak á kóvít-19 tímum hafi beinst að ýmsu leyti á ranga staði og að þær hafi verið of vægar. Nýleg úttekt OECD staðfestir þetta.

Viðbrögð Bjarna Ben við grein Þorsteins eru kunnugleg enda grípur hann til blekkinga sem eiga rætur í  sýndarveruleika Bjarna. Segir hann að umfjöllun Þorsteins gefi ranga mynd vegna þess að á síðustu mánuðum ársins 2019 sé árlegur þjónustuútflutningur lyfjafyrirtækja bókaður og það hafi áhrif á útreiknaða landsframleiðslu. Það passi því ekki inn í sýndarveruleikann að velja árslok 2019 til viðmiðunar við daginn í dag. Vill Bjarni því velja annað tímabil sem er honum þóknanlegt. Falli betur að hliðarveröldinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er tvennt athugavert. Það fyrra er að þjóðir sem við berum okkar saman við bóka einnig  þjónustuútflutning lyfjafyrirtækja í árslok. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Það seinna er að eðlilegt er að bera stöðu dagsins saman við stöðuna eins og hún var rétt fyrir faraldurinn. Við viljum halda okkur næst nútímanum því annars gætu menn valið þóknanlegan samanburð. Slíkt er ófaglegt, ómálefnalegt og í andstöðu við vísindaleg viðmið.

Mikið af því sem heyrist frá formanni Sjálfstæðisflokksins er brennt sama markinu. Hann lagar opinberar tölur að eigin sýndarveruleika og krefst þess að landsmenn gleypi vitleysuna. Íslendingar eru ekki svo vitlausir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: