- Advertisement -

Forneskjan fjármálaráðherrann

Bjarni er heltekinn af skuldahlutfalli ríkissjóðs gagnvart landsframleiðslunni.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Það er alltaf jafn dapurlegt að hlusta á fjármálaráðherra landsins þegar kemur að efnahagsmálum. Á þessu var engin undantekning í breiðsíðuviðtali hjá Mogganum í dag. Hann er heltekinn af skuldahlutfalli ríkissjóðs gagnvart landsframleiðslunni. Á sama tíma grotna innviðir landsins niður og heimshagkerfið höktir. Við þær aðstæður þá skiptir ekki máli hvort hlutfallið er 20 eða 50 prósent því það er dýrara að gera minna en meira í örvun haltrandi hagkerfis. Yfirstandandi hætta er að hátt atvinnuleysi verði langvarandi og landsframleiðslan langt undir getu landsins. Núverandi ríkisstjórn valdi að gera minna en meira og þegar Hafró ráðleggur 13% prósent lækkun aflamarks þorsks þá ríður enn meira á en áður að ríkisvaldið stórefli framkvæmdir. Í þessu samhengi þá var Vinnumálastofnun tilkynnt um tvær hópuppsagnir í júní. Önnur í fiskvinnslu og hin í sérfræði, vísinda- og tæknilegri starfsemi. Hratt vaxandi atvinnuleysi á Íslandi tók kipp eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum samanber mynd 1. Jókst það um 138% prósent frá nóvember 2017 og fram í febrúar á síðasta ári þegar það stóð í 5 prósentum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að bíða eftir að einkageirinn skapi störf tekur of langan tíma enda hafa vel rekin hagkerfi yfirgefið þá stefnu. Á mynd 2 þá ber ég stöðu tveggja hagstærða saman hjá fjórum löndum. Atvinnuleysi er langmest á Ísland samanber bláu súlurnar. Á sama tíma og Ísland var í samdrætti á fyrstu mánuðum ársins þá jukust efnahagsleg umsvif hjá samanburðarlöndunum samnber rauðu súlurnar. Líka á Nýja Sjálandi sem oft er borið saman við Ísland vegna sambærileika landanna.

Fjörlegt atvinnulíf byggir á öflugum innviðum. Þar er heilbrigðis- og menntakerfið mikilvægast ásamt vega- og fjarskiptamannvirkjum. Þetta vita Ástralar, Bandaríkjamenn og Ný Sjálendingar. Fjárfesting í innviðum var stórefld ólíkt viðbrögðum ríkisstjórnar Íslands við heimsfaraldrinum. Stefna ríkisstjórnar Katrínar Jak og Bjarna Ben í efnahagsmálum er úr sér gengin, úrelt. Þetta staðfesta hagtölur og undirskriftir eitt þúsund lækna á dögunum sem lýsa yfir miklum áhyggjum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: