- Advertisement -

Forsætisráðherra og Texas

Þar með er ekki tryggt að hæsta endurgjaldið fáist hverju sinni.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hún hljómaði eins og boðberi nýfrjálshyggjunnar.

Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og meirihluta Alþingis að tryggja að sem hæsta endurgjald fáist fyrir nýtingu á takmörkuðum auðlindum þjóðarinnar. Núverandi ríkisstjórn hefur komið á kerfi við útreikning veiðigjalda sem gengur gegn þessu grundvallaratriði. Í dag þá er gjaldið ákvarðað út frá afkomu útgerðarfyrirtækis. Þar með er ekki tryggt að hæsta endurgjaldið fáist hverju sinni. Fyrirtæki geta í raun haft talsvert um það að segja hvert veiðigjaldið er í gegnum vondar rekstrarákvarðanir, slæmar fjárfestingar, offjárfestingu eða gjaldfærslu á vafasömum kostnaði. Síðan er það hitt að núverandi kerfi tryggir ekki að best reknu útgerðarfyrirtækin stundi veiðarnar hverju sinni heldur bara þau sem eru í aðstöðu að hafa fengið kvóta á vafasömum forsendum í fortíðinni. Ef farin væri sú leið að bjóða auðlindina upp á markaði þá fengi þjóðin meiri tekjur af nýtingu á takmarkaðri auðlind þjóðarinnar. Gott dæmi um tekjur sem þjóðin fer á mis við er mikill verðmunur á lönduðum makríl á Íslandi og í Noregi. Það var því dapurt að heyra forsætisráðherra landsins standa í ræðustól Alþingis og verja núverandi fyrirkomulag. Hún hljómaði eins og boðberi nýfrjálshyggjunnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðhorf forsætisráðherra minntu mig á Texas Bandaríkjanna um miðja síðustu öld þegar menn eins og Clint Murchison eldri og D. H Bird sölsuðu undir sig miklar olíulindir án greiðslu eðlilegs nýtingargjalds til samfélagsins. Mennirnir soguðu að sér mikil auðævi og pólitísk völd. Völd sem náðu inn í Hvíta húsið. Ég hvet alla að fara á netið og kynna sér sögu mannanna. Hún er ljót, Namibísk og sögulega áhugaverð.      


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: