Greinar

Forsætisráðherra veldur vonbrigðum

By Ritstjórn

December 25, 2020

„Vissulega vonbrigði að sjá forsætisráðherra taka jafn afgerandi afstöðu með eigin valdastöðu án tillits til þeirra skilaboða sem hún sendir samfélaginu samhliða,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

„Skilaboðin eru að það sé vissulega óþægilegt fyrir stjórnarsamstarfið að Bjarni hafi mölbrotið sóttvarnarreglur til þess að fara í partý en að áframhaldandi valdatíð hennar og Bjarna séu mikilvægari en eðlileg viðurlög við broti á lögum og reglum sem almenningur hefur þurft að lúta við mikinn fórnarkostnað svo mánuðum skiptir. Vissulega vonbrigði en kemur því miður ekki á óvart. Gerið það sem við segjum en ekki það sem við gerum eru skilaboðin og þau heyrast nú hátt og skýrt,“ skrifar Þórhildur Sunna.

„Í öllum öðrum þroskuðum lýðræðisríkjum væri þetta afsagnarsök. En við erum með vanþroskaða og ábyrgðarlausa leiðtoga. Og stjórnmálaómenningu og meðvirkni með henni sem leyfir þessu endalausa kjaftæði að viðgangast.“