Fréttir

Forsætisráðuneyti ekki með reglur um styrkveitingar

By Miðjan

May 08, 2017

„Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við þá afstöðu forsætisráðuneytis að ekki hafi verið tilefni til að það setti sér verklagsreglur um styrkveitingar í samræmi við almennar reglur stjórnsýslulaga og vandaða stjórnsýsluhætti,“ segir Ríkisendurskoðun.

„Stofnunin bendir á að samkvæmt lögum um opinber fjármál hafa ráðherrar heimild til að veita tilfallandi styrki til verkefna á þeim málefnasviðum sem undir þá heyra.  Þá vekur Ríkisendurskoðun athygli á því að samkvæmt sömu lögum skal fjármála- og efnahagsráðherra setja reglugerð um undirbúning, gerð og eftirlit með slíkum styrkjum. Þær reglur hafa ekki enn verið settar og er fjármála- og efnahagsráðuneyti hvatt til að bæta úr því sem fyrst.“