- Advertisement -

Forseti Sviss dreginn á flot

Jóhann Þorvarðarson:

Á meðan umrótinu stendur þá hefur fjármálaráðherra Íslands talað af miklu ábyrgðarleysi um ástandið og sagt að á ferðinni sé vandi sem gangi fljótt yfir.

Á sérstökum fjölmiðlafundi ríkisstjórnar Sviss, Seðlabanka Sviss og eftirliti fjármála í Sviss þá kom víst ekki annað til greina en að tefla sjálfum forseta landsins fram þegar tilkynnt var um yfirtöku UBS á Credit Suisse. Samhliða þessu hafa fjármálayfirvöld á Bretlandi, Bandaríkjunum og á Evrusvæðinu sagt hafa starfað náið með Svissneskum yfirvöldum í tengslum við yfirtökuna.

Það að tefla forsetanum fram segir bara eina sögu. Ef ekki hefði tekist að koma Credit Suisse í skjól að þá væri bankakerfi Vesturlanda á barmi þess að festast í hringiðu áhlaups innistæðueigenda og horfinnar tiltrúar. Svelgurinn hefði getað orðið óstjórnlegur eða eins og hvert annað svarthol sem engu eirir. Fram kom á fundinum að ef ekki hefði tekist að finna umrædda lausn að þá hefðu Svissnesk yfirvöld verið tilbúin að þjóðnýta bankann. Svo alvarlegt er ástandið.

Alvarleiki málsins er af þeirri stærðargráður að hann hverfur ekkert þó UBS hafi tekið Credit Suisse yfir. Ég tel að fjármálamarkaðir finni einhverja tímabundna huggun í yfirtökunni, en muni fljótt spyrja sig hvað svo? Í raun er verið að færa vandamálið úr einum vasa og yfir í annan vasa við Bahnhofsstræti í Zürich og hafa verður í huga að þetta er önnur tilraun á aðeins einni viku til að sefa fjármálamarkaði, en áður hafði Seðlabanki Sviss sagt að hann mynd tryggja að lausafjárstaða Credit Suisse yrði í lagi. Sú friðun mistókst. Síðan er það staða annarra banka á Vesturlöndum, en stöðva þurfti viðskipti með hlutabréf í nokkrum þekktum og kerfislega mikilvægum bönkum í síðustu viku.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það gerir alla fjármögnun dýrari.

Á meðan umrótinu stendur þá hefur fjármálaráðherra Íslands talað af miklu ábyrgðarleysi um ástandið og sagt að á ferðinni sé vandi sem gangi fljótt yfir. Gylfi Magnússon bætti um betur og sagði að ekki væri um kerfislægan vanda að ræða svona eins og að hann hefði bestu manna yfirsýn. Meira að segja betri yfirsýn en forseti Bandaríkjanna. Ummæli tvímenninganna eldast hratt og illa.

Gylfi taldi síðan rétt að toppa sjálfan um helgina með því að segja að ef ekki rætist úr bankaástandinu að þá gæti hliðaráhrifin orðið þau að verðbólgudraugurinn gæfi upp öndina því samdráttur eða kreppa myndi draga hratt úr eftirspurn. Prófessorinn hefur eitthvað gleymt sér því hagsaga Vesturlanda geymir ýmis dæmi um að kreppa geti farið saman við vaxandi verðbólgu. Ég tel einmitt að forsendur fyrir slíku samspili séu uppi í heiminum í dag án þess að ég slái neinu föstu þar um. Það eina sem ég tel ábyrgt að segja er að staðan er alvarleg og ástandið gæti varað í mörg misseri. Það mun síðan hafa áhrif á verðlagningu áhættu á fjármálamarkaði og þá upp á við. Það gerir alla fjármögnun dýrari.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: