- Advertisement -

Forstjóri Isavia gefur frat í starfsfólkið!

Einkavæðing Isavia er pólitískt álitmál á verksviði ríkisstjórnar og Alþingis.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Forstjóri ríkisfyrirtækisins Isavia, hann Sveinbjörn Indriðason, mætti nýlega í bólgið viðtal á Fréttablaðinu. Sagði tímabært að einkavæða gróðann hjá Isavia. Helst vill hann fagfjárfesta með þekkingu á rekstri flugvalla inn í Isavia. Segir að það muni bæta fyrirtækið. Einnig upplýstist að búið væri að kynna fyrirtækið fyrir ýmsum áhugasömum fjárfestum. Þeir standa víst í löngum röðum eftir áheyrn hjá ríkisforstjóranum.

En stöldrum aðeins við og skoðum þetta betur. Sjálfur segist forstjórinn ekki tala í umboði ríkisstjórnarinnar né stjórnar Isavia. Þá er sjálfspurt í umboði hvers talar garmurinn um sölu á þessu gulleggi þjóðarinnar? Og í umboði hvers er hann að kynna fyrirtækið fyrir mögulegum fjárfestum?

Þú gætir haft áhuga á þessum


Isavia hefur almennt gengið vel ef undan er skilin ákvörðunin að lána WOW air 2,5 milljarða með gjörónýtu veði. Veð sem flaug á brott eins og farfugl. Sveinbjörn var fjármálastjóri á þeim tíma og sýndi getuleysi sitt í verki.

Sveinbjörn var ráðinn sem forstjóri til að stjórna daglegum rekstri, en er núna að blanda sér í pólitík. Einkavæðing Isavia er pólitískt álitmál á verksviði ríkisstjórnar og Alþingis. Svo varðar þetta öryggismál og þá þurfa fleirri að skoða málið. Í þessum efnum er óþarfi að tala um vilja kjósenda sem hafa hafnað einkavæðingu gulleggsins. Sveinbjörn er því umboðslaus í sínu brambolti!

Isavia hefur almennt gengið vel ef undan er skilin ákvörðunin að lána WOW air 2,5 milljarða með gjörónýtu veði. Veð sem flaug á brott eins og farfugl. Sveinbjörn var fjármálastjóri á þeim tíma og sýndi getuleysi sitt í verki.

Hingað til hefur rekstur Isavia ekki kallað á utanaðkomandi þekkingu. Samt lýsir forstjórinn hinu gagnstæða yfir. Hér er hann að lýsa algjöru frati á starfsmenn Isavia og stjórn. Segir heildina ekki búa yfir nægilegri hæfni. Vill maðurinn vinsamlegast hætta að sletta skyrinu og víkja fyrir sér hæfari konu.

Lánið til WOW air er ein af þremur glórulausustu viðskiptaákvörðunum síðan eftir hrun. Hinar tvær eru skrímslið á Bakka og United Silicon í Helguvík.

Ráðning Sveinbjörns í starf forstjóra Isavia með nikki frá Bjarna Ben var álíka galið og þegar Katrín Jak réð hrunamanninn og spilavítisstjórann hann Ásgeir Jónsson í starf seðlabankastjóra. Það er e-ð er illa brotið í stjórn landsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: