- Advertisement -

Framhjáspörk banka aðhlátursefni og spurt er hvort hagfræðideildir háskólanna taki á sig rögg?

Jóhann Þorvarðarson:

Af þeim ástæðum, segja hinir sömu, þarf að greiða snillingunum himinhá laun og hlunnindi. Ég segi aftur á móti að þjóðarhagsmunir krefjist þess að til starfa hjá hagdeildum banka veljist fólk með hæfileika og það sama á við um Seðlabanka Íslands.

Hagdeildir íslenskra banka halda áfram skotum fram hjá stönginni og út að hornfána í verðbólguspám sínum. Allir reiknuðu þeir með hjöðnun bólgunnar núna í apríl. Framhjáspörkin eru ekki ný af nálinni heldur hafa þau verið viðvarandi í bráðum 3 ár. Spárnar eru aðhlátursefni og farnar að ná athygli spéfugla landsins. Það er miður enda ættu bankarnir að hafa efni  því á að laða til sín hæfileika.

Vandamálið er alvarlegt því fjölmargir aðilar byggja fjárhagsáætlanir sínar á spám hagfræðideilda banka. Bara eitt kunnuglegt dæmi eru verðtryggð lán, sem hækkuðu um 1,3 prósent núna í apríl vegna verðbólgunnar á sama tíma og bankarnir eru að ráðleggja sínum viðskiptavinum í lánamálum út frá kolröngum verðbólguspám. Verðtryggt íbúðalán upp á 50 milljónir hækkaði til dæmis um 650.000 krónur núna í apríl, sem er miklu meira en hagdeildirnar áætluðu.

Kjarasamningar eru annað gott dæmi, en stutt er síðan gengið var frá samningum sem byggðu á um 5 prósent verðbólgu, en hún er í dag 10 prósent og hefur verið svo um nokkurt skeið. Núna í apríl þá meira en tvöfaldaðist hraðinn á bólgunni miðað við mánuðinn á undan. Þannig að kaupmáttur launa er að dragast saman á tvöfalt meiri hraða en reiknaði var með að öllu öðru jöfnu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Annars væru hagspár bankanna ekki svona út úr korti.

Svo er það ábyrgð hagfræðideilda íslenskra háskóla, þaðan sem obbinn af starfsfólki hagdeilda banka er menntaður. Ég spyr því hvort skólarnir þurfi ekki að líta í eigin barm og undirbúa nemendur betur þegar kemur að gerð hagspáa. Eitt er alveg ljóst að skólunum hefur mistekist hvað þetta varðar. Annars væru hagspár bankanna ekki svona út úr korti. Svo er það hið skringilega í þessu öllu að ýmsir prófessorar hagdeilda íslenskra háskóla sitja sjálfir í stjórnum Seðlabanka Íslands á mismunandi tímum og taka ákvarðanir fyrir hagkerfið eftir að hafa þegið ráðgjöf frá fyrrum nemendum sínum eða eigin samnemendum. Ástandið er eins og vel hrærður smúðí, samansúrrað.

Það er auðvelt að spá fyrir um verðbólgu þegar jafnvægi er á milli framboðs og eftirspurnar, en málið vandast þegar viðvarandi ójafnvægi kemur upp. Þá reynir á hæfni manna, spágetuna. Þar að baki er ekki bara eitthvað sem hægt er að kenna heldur einnig hæfileiki. Skólar geta ekki kennt hæfileika, en einmitt sú staðreynd kallar á að mannaráðningar þurfa að vera þannig úr garði gerðar að fólk með réttu hæfileikana veljist til starfa í hagdeildum banka. Að þessu leytinu eru hagfræðideildir háskólanna stikkfrí og ráðningarferli þurfa því að bæta þar úr.

Í dag þá er val á starfsmönnum banka til vansa því þangað velst því miður ekki endilega fólk sem hefur sýnt að það sé starfi sínu vaxið heldur kemst margt af því áfram á grundvelli tengsla, vensla og ábendingar frá prófessorum.

Mér er hugleikin nýleg ráðning Konráðs S. Guðjónssonar hagfræðings til Arion banka, en hana fæ ég ekki skilið. Í upphafi kóvít-19 faraldursins eða 11. maí 2020 þá stóð hann að hagspá ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur núverandi bæjarstjóra Kópavogs. Sögðu þau að samdráttur hagkerfisins gæti orðið 18 prósent á árinu 2020. Til vara sögðu þau að samdrátturinn gæti orðið 13 prósent að jafnaði. Síðan var áróðri haldið uppi í fjölmiðlum og talað mest um 18 prósent samdrátt. Þetta var undir verndarvæng Halldórs Benjamíns Þorbergssonar og Svanhildar Hólm Valsdóttur. Raunin varð síðan samdráttur upp á 7 prósent. Sjálfur spáði ég 5 prósent samdrætti eins og kom fram hér á Miðjunni.

Hér viðurkennir hann að bankinn vinnur ekki grundvallarvinnu sína við spágerðina.

Konráð kom einnig að nýgerðum kjarasamningum fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins þar sem kolrangar verðbólguforsendur voru á borðum.

Í vikunni þá kom Konráð síðan fram í viðtali hjá RÚV og sagði að það hafi komið sér og Arion banka á óvart að flugfargjöld hafi hækkað um 19,5 prósent frá marsmánuði. Hér viðurkennir hann að bankinn vinnur ekki grundvallarvinnu sína við spágerðina. Ekki hefði þurft annað en að setja upp excel töflu og skrá daglegar eða vikulegar verðbreytingar á flugi til og frá Íslandi. Þessa vinnu er hægt að gera yfir netið og tekur ekki langan tíma fyrir vana manneskju. Síðan fjalla fjölmiðlar eins og RÚV gagnrýnislaust um það sem Konráð hefur til málanna að leggja og útvarpa hans rándýra fúski yfir landsmenn.

Ráðning Konráðs til Arion banka er skólabókardæmi um það þegar annað en verð- og hæfileikar ráða för við mannaráðningar á Íslandi. Þetta sama fólk segist síðan vera ómissandi og að erlend fjármálafyrirtæki bíði í röð á eftir þeim. Af þeim ástæðum, segja hinir sömu, þarf að greiða snillingunum himinhá laun og hlunnindi. Ég segi aftur á móti að þjóðarhagsmunir krefjist þess að til starfa hjá hagdeildum banka veljist fólk með hæfileika og það sama á við um Seðlabanka Íslands.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: