Stjórnmál

Framsókn vill nýtt ríkisfyrirtæki

By Miðjan

January 30, 2024

Nokkrir þingmenn Framsóknar, og Jakob Frímann Magnússon Flokki fólksins, vilja að stofna verði nýtt ríkisfyrirtæki um rafeldsneytisframleiðslu. Stefán Vagn Stefánsson er fyrsti flutningsmaður.

Í greinargerðinni segir meðal annars:

„Með stofnun ríkisfélags um rafeldsneytisframleiðslu sem yrði í meirihlutaeigu ríkisins er tryggt að stærstur hluti ábata af framleiðslunni renni til þjóðarinnar. Ef horft er til Noregs og stofnunar ríkisolíufélagsins Statoil árið 1972 ætti öllum að vera ljós ábati norska ríkisins af þeirri ákvörðun. Norski olíusjóðurinn er einn hinn stærsti í heimi og hefur gerbreytt stöðu Norðmanna við uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa um allan Noreg. Íslendingar eru í kjörstöðu til að nýta auðlindir sínar til framleiðslu rafeldsneytis, bæði fyrir innanlandsframleiðslu og mögulega til útflutnings, og styrkja þannig tekjustofna ríkissjóðs. Má velta því upp hvort tekjur af slíku fyrirtæki ættu að renna í samfélagssjóð líkt og Norðmenn hafa stofnað í tengslum við olíuvinnslu sína.“

Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Tillöguna er hægt að lesa hér.