- Advertisement -

Framsóknarflokkurinn á móti sjálfum sér

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Framsóknarflokkurinn vill íslenska krónu því þá er hægt að ráðskast með kjör landsmanna út frá þröngum sérhagsmunum mikils minnihluta þjóðarinnar.

Framsóknarflokkurinn hefur talað fyrir samvinnuhugsjóninni í áratugi. Nú síðasta fyrir nýliðnar kosningar. Það er því undarlegt að flokkurinn styður ekki upptöku evru í einni eða annarri mynd þrátt fyrir að samstarf þjóða á evrusvæðinu byggi í grunninn á samvinnuhugsjóninni. Markmið evrunnar er að bæta stöðu fjöldans, efla samkeppni milli fyrirtækja, gera viðskipti hagkvæmari og öruggari. Það hefur tekist. Framsóknarflokkurinn vill íslenska krónu því þá er hægt að ráðskast með kjör landsmanna út frá þröngum sérhagsmunum mikils minnihluta þjóðarinnar. Kannski bara 20 prósent þjóðarinnar. Flokkurinn vill reisa tollamúra eins og komið hefur fram á undanförnum misserum. Lok, lok og læs og allt í stáli segir Framsóknarflokkurinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: