- Advertisement -

Frekasti maður Íslands berrassaður í sjónvarpssal

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Á ferðinni er málflutningur fávíss þussa og er hann á pari við alhæfingar seðlabankastjóra og fjármálaráðherra um að Ísland sé lágvaxtaland. Bara ef aðrir hagkraftar en krónan væru áhrifalausir mætti halda vitleysunni fram.

Jóhannes Þór Skúlason, Bergsteinn Sigurðsson og Finnbörn A. Hermannasson forseti ASÍ.

Í heimsfaraldrinum börðu Jóhannes Þór Skúlason og Halldór Benjamín Þorbergsson lóminn og þeim tókst í samstarfi við Bjarna Ben fjármálaráðherra að véla ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur til að setja upp sjálfvirkt færiband beint inn í ríkissjóð. Gnægð almannafjár var flutt með hraði til fyrirtækja sem þurftu ekki á stuðningi að halda. Þar er til dæmis hægt að nefna Toyota á Íslandi og Bláa lónið. Hamrað var á því öllum stundum að ferðaþjónustan ætti bágt og ekki mætti setja greininni ábyrgar skorður í stað villta vestursins. 

Núna þegar sælutíð umlykur ferðaþjónustuna og eldra toppár túrismans er við það að missa gullsætið þá situr freki karlinn hann Jóhannes Þór fastur við sinn keip. Sagði í Kastljósi í vikunni ekki sanngjarnt að álasa greininni fyrir ruðningsáhrif sem valdi almenningi búsifjum í formi meiri verðbólgu. Til nánari útskýringar kom síðan nóbelsverðlauna útlistun um að erlendur gjaldeyrir mokist inn vegna erlendra ferðamanna. Það styrki krónuna og vinni gegn hækkandi verðlagi. Innstreymið væri því framlag ferðaþjónustunnar í baráttunni við verðbólguna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann er álíka skaðlegur og oddamenn útrásarvíkinganna…

Á ferðinni er málflutningur fávíss þussa og er hann á pari við alhæfingar seðlabankastjóra og fjármálaráðherra um að Ísland sé lágvaxtaland. Bara ef aðrir hagkraftar en krónan væru áhrifalausir mætti halda vitleysunni fram. Svo þarf aðeins að leita aftur til áranna 2003 til 2006, þegar álíka hagspenna var í gangi og er í dag, til að átta sig á að fullyrðing Jóhannesar Þórs heldur hvorki vatni né vindi. Krónan styrktist án afláts á árabilinu vegna mikils innstreymis erlends gjaldeyris, en á sama tíma fór verðbólgan úr 1,4 prósenti og upp í 9 prósent.

Það er löngu tímabært að ríkissjónvarpið hætti að hleypa berrössuðum Jóhannesi Þór í sjónvarpssal og aðrir fjölmiðlar ættu að varast að gleypa allt hrátt frá fávísum manninum. Hann er álíka skaðlegur og oddamenn útrásarvíkinganna voru á sínum tíma enda dásamar sá frekasti villta vestrið og peningaguðinn Mammon með sambærilegum hætti. Græðgi er aftur á móti ekki góður húsbóndi enda siðlaus fjandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: