Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Hinn reynslulausi Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni byrjaði meirihlutaviðræður með afarkosti gagnvart samningsaðilum. Hann vill verða borgarstjóri þó hann kunni ekki til verka. Nú hefur hann bætt um betur og sagði orðrétt „Það er ekkert útilokað að það slitni upp úr þessum viðræðum“ eftir að hafa lýst því yfir að hans fyrsti kostur hafi verið samstarf við gamla flokkinn sinn, Sjálfstæðisflokkinn. Þvílík lágkúra þessi tappi er. Fer fram með yfirgangi og frekju, sýnir síðan óheilindi á fyrstu mínútu. Samfylkingin, Viðreisn og Piratar ættu að sleppa viðræðunum. Þær eru tímasóun.
Ringulreið mun fylgja Einari því hann getur ekki lengur falið sitt innsta eðli undir sveittri sauðargærunni. Hann er Sjálfstæðismaður, sem þolir ekki Samfylkinguna og Pírata. Og því síður Viðreisn, sem klauf sig fá Sjálfstæðisflokknum. Þetta endar með að fráfarandi meirihluti semur við Flokk fólksins og Sósíalista.