Greinar

Fréttablaðið sendir Flokki fólksins skítapillu

By Miðjan

March 16, 2020

„Samkomubann er nú í gildi á landinu,“ segir á leiðarasíðu Fréttablaðsins.

„Bannið tók gildi á miðnætti. Ótvírætt veldur það því að samkomur sem eru fjölmennari en hundrað manns eru slegnar af eða þeim frestað. Þetta hefur misjöfn áhrif. Ótölulegum fjölda samkoma hefur verið frestað, allt frá fermingum og afmælum til fjölmennra árshátíða og fundahalda. Fundir á vegum stjórnmálaflokka eru þar ekki undantekning. Á sunnudaginn fyrir viku aflýsti Flokkur fólksins öllum samkomum á þeirra vegum vegna veirunnar. Sennilega hafa forvígismenn flokksins gert ráð fyrir því að þegar samkomubann yrði sett á, yrði miðað við lægri tölu en eitt hundrað manns því ekki er að búast við að samkomur á hans vegum séu fjölmennari en svo að strítt hefði gegn samkomubanninu,“ segir ritstjórn Fréttablaðsins.