Stjórnmál

BN: Froða og tækifærismennskan að verða allsráðandi í Sjálfstæðisflokki

By Miðjan

June 22, 2021

Brynjar Níelsson er ákveðinn þegar hann sendir flokkssystkinum sínum tóninn. 

„Ég tek eftir því á samfélagsmiðlunum að það er ósvikinn fögnuður „frjálslyndu aflanna“ í Sjálfstæðisflokknum með úrslitin í prófkjörunum, nema kannski í Kraganum þar sem grámosinn glóir. Það tókst að losa sig við „íhaldskerlinguna“ og „andkonuna“, Sigríði Andersen,“ skrifar Brynjar og bætir í: 

„Það er nú samt svo að Sigríður Ásthildur Andersen er frjálslyndari en allt þetta fólk til samans. Má segja að hún hafi ein síns liðs barist að einhverjum krafti fyrir raunverulegu frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Sigríður Andersen er ekki fullkomin en hefur, ólíkt mörgum öðrum, skoðanir og berst fyrir stefnu flokksins. Svona stjórnmálamenn eru ekki á hverju strái, eins og sagt er. Þeir eru eiginlega alveg horfnir og froðan og tækifærismennskan að verða allsráðandi.“