- Advertisement -

Fullbókað í mars og apríl

„Ég er ekki í feitum forstjóraleik,“ sagði eigandi gistihússins.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Greinarhöfundur rakst nýlega á gamlan félaga. Viðkomandi rekur gistiheimili. Í stuttu spjalli spurði ég hvernig reksturinn gengi. Það stóð ekki á svari. Mjög vel. Það er fullbókað í mars og apríl. Sumarið lítur vel út.

Spjallið hélt áfram. Viðkomandi sagði að ekki væri bruðlað í rekstrinum. Fyrirtækið ætti til dæmis bifreið sem væri í góðu standi, árgerð 2003.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég legg áherslu á nýtingu herbergja, ekki brjáluð gistiverð eins og stóru hótelin gera. Þannig er reksturinn með jafnari tekjur yfir árið. Laun hjá fyrirtækinu eru í góðu samræmi við launakröfurnar sem uppi eru hjá samtökum launþega. Ég hugsa vel um mitt fólk og fyrirtækið. Ég er ekki í feitum forstjóraleik.

Félaginn kyrjaði ekki einkennissöng atvinnurekenda, sjálfan Barlóminn. Það var öðru nær. Það var bjart yfir mínum gamla félaga.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: