- Advertisement -

Fullyrðing án innistæðu

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Breytingarnar voru studdar af Vinstri grænum og Framsókn enda eru ríkisstjórnarflokkarnir fylgjandi mokstri undir fámennið á toppnum, sem ríður um á baki láglaunafólks.

Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins gengur út á að kjósendur séu óupplýstir. Illa að sér um það sem auglýsingar flokksins fjalla um. Þar er formaðurinn fremstur í flokki. Svona eins og að hann sé góð heimild þegar raunin er önnur. Í nýjustu auglýsingunni sem baunað er yfir kjósendur er fullyrt að skattabreytingar núverandi ríkisstjórnar hafi gagnast þeim launalægstu mest. Ef við skoðum tekjuskattsbreytingar kjörtímabilsins þá fæst fullyrðingin ekki staðist samanber myndin sem fylgir. Þeir sem hæst launin fá hafa fengið mest. Breytingarnar voru studdar af Vinstri grænum og Framsókn enda eru ríkisstjórnarflokkarnir fylgjandi mokstri undir fámennið á toppnum, sem ríður um á baki láglaunafólks.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: