Fréttir

Fundur Katrínar og Mike Pence

By Ritstjórn

September 04, 2019

Katrín Jakobsdóttir:

„Ég fundaði með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í kvöld. Við ræddum tvíhliða samstarf Íslands og Bandaríkjanna, öryggis- og varnarmál og viðskipta- og efnahagsmál.  Ég ræddi loftslagsvána sérstaklega, ekki síst á Norðurslóðum. Ég lagði áherslu á samvinnu innan Norðurskautsráðsins og annarra alþjóðlegra stofnana og mikilvægi þess að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Ég benti á að loftslagsmál og mannréttindamál eru hvorttveggja lykilmálefni fyrir ríkisstjórn Íslands, og ræddi sérstaklega kynjajafnrétti í því samhengi. Við ræddum um öryggis- og varnarmál og þá uppbyggingu sem nú stendur yfir á öryggissvæði Landhelgisgæslunnar á Suðurnesjum. Ég fór yfir þjóðaröryggisstefnu Íslands og gerði grein fyrir því að ef til frekari uppbyggingar kæmi þyrftu slík áform að hljóta lýðræðislega og gagnsæja umræðu á Íslandi. Þá áréttaði ég þá stefnu Íslands að sporna gegn vígvæðingu á Norðurslóðum.“