- Advertisement -

Fyrir þetta má þakka, en ekki hitt

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ólíkt ríkisstjórn Íslands, sem ekkert gerir, þá endurgreiða ítölsk stjórnvöld þarlendum bifreiðareigendum 51 krónu á hvern bensín lítra á grundvelli sjónarmiðsins að skatttekjur af bensíngjöldum hafi snarhækkað.

Á Ítalíu þá hefur rafmagns- og húshitunarkostnaður tvöfaldast ef miða er við 100 fermetra íbúð vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Kostnaðurinn í dag eru rúmar 40.000 þúsund krónur á mánuði. Íslendingar geta þakkað margra áratuga gamalli stefnu um að nýta jarðhita og fallvötn til að framleiða hita og rafmagn enda er kostnaðurinn óbreyttur hér á landi frá því fyrir innrásina. Stendur í um 15.000 krónum á íbúð af sömu stærð á mánuði. Hér munar 25.000 krónur og munar sannarlega um minna.

Bensín lítrínn hefur einnig hækkað mikið og er útsöluverð á Ítalíu um 350 krónur. Þannig að Íslendingar geta átt von á enn meiri verðhækkunum en orðið er. Ólíkt ríkisstjórn Íslands, sem ekkert gerir, þá endurgreiða ítölsk stjórnvöld þarlendum bifreiðareigendum 51 krónu á hvern bensín lítra á grundvelli sjónarmiðsins að skatttekjur af bensíngjöldum hafi snarhækkað. Svona er þetta almennt innan Evrópusambandsins. Aðgerðarleysi ríkisstjórnar Íslands er dapurlegur vitnisburður um hversu skaðleg ríkisstjórnin er hagsmunum almennings og rekstraraðila.

Og heimskulegt var að heyra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingmann Vinstri grænna rugla saman umhverfisvernd og hvalrekatekjum ríkissjóðs af bensíngjöldum. Ofurhagnaðinn, sem ríkissjóður fær, verður ekki notaður til að aðstoða heimili og fyrirtæki vegna þess að Vinstri græn segja nei. Ég spyr þá, nú þegar Framsókn þykist vilja skattleggja hvalrekagróða banka og útgerðarfyrirtækja, hvort ekki sé auðvelt að byrja bara heima hjá sér og endurgreiða ofurhagnað ríkisins af hratt hækkandi bensínverði?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: