- Advertisement -

Fyrirburður á Laugarvatnsvöllum

Það var á ofanverðri 19. öld, að Magnús Halldórsson, bóndi á Miðhúsum í Biskupstungum, fór til Reykjavíkur að haustlagi, ásamt Magnúsi syni sínum, 10 ára gömlum. fóru þeir feðgar sem leið liggur út Laugardal og voru síðara hluta dags komnir vestur á Laugarvatnsvelli. Voru þeir með smá fjárrekstur og auk þess þrjá klyfjahesta, og áðu þeim um stund þarna á völlunum, eins og venja var til.

Eigi höfðu þeir áð lengi, er Magnúsi bónda varð litið í vesturátt, þangað, sem kallað er Reyðarbarmur (Reyðarmúli). Sá hann þá koma upp svarta flygsu á stærð við yfirhöfn eða stóra flík neðarlega í Reyðarbarmi, og sýndist honum líða austur yfir vellina, skamt frá jörðu. Það þótti Magnúsi kynlegast, að svo mikill hávaði fylgdi flygsu þessari, að honum heyrðist rétt eins og hún væri samsett af ótal koparhringjum eða bjöllum, sem hringlaði í. Varð af þessu svo mikil háreysti, að fjárhópur þeirra feðga tvístraðist í allar áttir, og komst sumt af fénu efst upp i Reyðbarm, en hestar þeirra fældust mjög og slitu sig úr böndum. Voru þeir feðgar í fulla tvo klukkutíma safna saman fénu og hestunum.

Það sáu þeir feðgar síðast til ygsu þessarar, að þeim sýndist hún falla til jarðar á melöldu austan við Vellina. Héldu þeir síðan áfram ferð sinni vestur til Þingvallasveitar og komust þangað heilu og höldnu.

Fengið úr Samtíðinni frá 1971.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: