- Advertisement -

Gaddaól gapuxans

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í samhenginu verður að spyrja hvort hann er að boða brunaútsölu á eignum borgarinnar því öðruvísi hefur fólkið ekki efni á að kaupa.

Eyþór Arnalds vill að íbúar Félagsbústaða gefist færi á að kaupa íbúðirnar nú þegar íbúðarverð er uppsprengt. Karl anginn virðist ekki gera sér grein fyrir að aðilarnir sem nýta úrræði Félagsbústaða gera svo vegna bágra aðstæðna. Að hinir sömu eigi að hafa efni á að kaupa íbúðirnar á uppsprengdum fasteignamarkaði segir mikið um Eyþór. Í samhenginu verður að spyrja hvort hann er að boða brunaútsölu á eignum borgarinnar því öðruvísi hefur fólkið ekki efni á að kaupa.

Ég held þó að Eyþór sé miklu frekar siðblindaður af skefjalausri markaðsást. Svo mjög að hann er tilbúinn að bregða fæti fyrir bágstadda eða beita tælingu. Smeygja síðan blóðugri gaddaól markaðsafla um háls hinna sömu svo hrægammar geti blóðmjólkað fólkið á altari græðginnar.

Aukreitis, við himinn hátt söluverðið, þá eru allar líkur til þess að fólkið stæðist ekki lánshæfimat því annars væri það ekki að nýta úrræði Félagsbústaða. Þetta virðist allt þvælast fyrir Eyþóri enda verður flest sem hann nálgast að ösku.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: