- Advertisement -

Gagnrýndi ríkisstjórnina en lofaði bankana

Davíð Oddsson í ræðu í Seðlabankanum 5.12 2005:


Árin fyrir hrun 2. kafli.

„Og hverjar eru okkar aðstæður? Í fyrsta lagi stendur nú yfir stærsta einstaka framkvæmdaskeið í sögu þjóðarinnar og á sama tíma er margur annar en Landsvirkjun og erlendar viðskiptastofnanir hennar í miklum framkvæmdahug. Í öðru lagi upplifum við á sama tíma mestu útrás íslenska bankakerfisins með langmestu skuldasöfnun þess erlendis og tilheyrandi innstreymi fjár. Í þriðja lagi er í sömu svifum stofnað til umbyltingar á lánsfjármarkaði þjóðarinnar þar sem öllu, sem geta hreyft sig er boðið upp í dans. Í fjórða lagi eru skattar lækkaðir eða slík lækkun boðuð á næstu mánuðum.“

„Það er auðvitað fullkomlega eðlilegt að framsæknir bankar í örum vexti, sem skynja að hinn smái íslenski markaður þrengi að þeim, leiti allfast eftir erlendu fjármagni í viðleitni sinni til útrásar og ábata. Innri styrkur bankakerfisins og allar þær vísitölur sem eftirlitsstofnanir og matsfyrirtæki horfa til eru meira en í góðu horfi. Því ættu allir markaðir að standa íslenskum bönkum opnir svo langt sem séð verður inn í framtíðina.“

„Vextir af íbúðalánum eru vissulega enn háir á Íslandi. En það er ekki áhugaverðasta umræðuefnið í augnablikinu heldur hið gagnstæða. Aðgangur að lánsfé og kjör er snerta húsnæðiskaup eða byggingar hafa ekki áður verið betri hér á landi. En hinu er ekki að leyna að stór hluti bankakerfisins er sennilega að greiða niður húsnæðislán sín um þessar mundir. Auðvitað kann það að vera að það sé meðvituð áhætta tekin í trausti þess að þar sem um langtímalán er að ræða, að þegar vextir verði líkir því sem annars staðar gerist, þá hagnist lánveitandinn að lokum vel.“

Þrír kaflar úr langri ræðu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: