
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Samhliða þá hafa verðbólguvæntingar heimila til skemmri og lengri tíma vaxið eins og í Bandaríkjunum. Þær hafa áhrif á samningskröfur launþegahreyfinga.

Þrátt fyrir meiri hækkanir launa en sést hafa í langa tíð í Bandaríkjunum þá lækkuðu raunlaun (launahækkun leiðrétt fyrir verðbólgu) á síðasta ári um 2,4 prósent að jafnaði samanber myndin. Með öðrum orðum, kaupmáttur launa minnkaði um þessi 2,4 prósent. Vegna þróun mála á kóvít-19 tímum þá er aukinn þungi að færast í umræðuna um hvort víxlverkun launa og verðlags sé að sækja í sig veðrið þar vestra. Eitthvað sem var alvarlegt vandamál á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar eins og á Íslandi.
Samningsstaða launþegahreyfinga hefur batnað mikið í Bandaríkjunum vegna eklu á vinnumarkaði og beinast áhyggjurnar sérstaklega að auknum verðbólguvæntingum bandarískrar neytenda. Hvort hækkunin sé langvarandi er enn álitamál, en miðað við nýjustu væntingamælingar þá er grundvöllur fyrir áhyggjunum. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði nýlega að bankinn sjái enn sem komið er ekki víxlverkunina, en ekki er hægt að horfa fram hjá áliti bandarískrar stjórnenda. Þeir búast við að laun hækki um 3,9 prósent að meðaltali á þessu ári og að traust tök á verðbólgunni náist ekki fyrr en á árinu 2024. Þeir bjartsýnustu telja það mögulegt á næsta ári.
…skaðleg fákeppni…
Við sjáum sömu mynd vera að mótast á Íslandi enda hefur verðlag hækkað um 9 prósent á síðustu tveimur árum. Forystumenn tiltekinna launþegahreyfinga hafa lýst yfir að verðbólgan verði sótt til baka í komandi kjarasamningum. Samhliða þá hafa verðbólguvæntingar heimila til skemmri og lengri tíma vaxið eins og í Bandaríkjunum. Þær hafa áhrif á samningskröfur launþegahreyfinga.
Ef sá hildarleikur, sem felst í samspili launahækkana og verðlags, er að gera aftur vart við sig þá verður ekki hjá því komist að ræða önnur grundvallarvandamál íslensks hagkerfis. Þar efst á blaði er skaðleg fákeppni, sem blasir við á mörgum sviðum atvinnulífsins. Hún heldur uppi verðlagi og verndar slaka fyrirtækjastjórnendur. Með upptöku evrunnar þá væri vandamálið úr sögunni. Alvöru samkeppni kæmi til, almenningi til heilla.