- Advertisement -

Garmurinn kann ekki að skammast sín!

Hann nefndi líka Bakkavör sem fór um fjárhirslur landsins á beltagröfum og jarðýtum.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Góðir hálsar þá er aðal klappstýra útrásarinnar búin með sitt annað drottningarviðtal og birtist það í Fréttablaðinu. Hún er enn að klappa útrásina upp.

Ekki þurfti að renna langt inn í viðtalið til að sjá að Ásgeir seðlabankastjóri kann ekki að skammast sín og skreytir sig með stolnum fjöðrum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Útskýring hans var bragðminni en naglasúpa.

Í viðtalinu stendur upp úr sú staðhæfing Ásgeirs að útrásin sem endaði í fullkomnu fjármálahruni hafi ekki verið alslæm. Hmmm, athyglisvert hugsaði ég. Og hvernig ætli garmurinn útskýri þetta fyrir þeim sem töpuðu miklu ef ekki öllu? Ég teygði mig eftir lesgleraugunum til að missa ekki af neinu. Ég hefði betur sleppt því. Ásgeir hefur nefnilega engu gleymt frá spilavítisárum sínum hjá Kaupþingi og ekkert lært!

Útskýring hans var bragðminni en naglasúpa. Sagði Ásgeir að okkur hefði tekist að byggja upp nokkur alþjóðleg fyrirtæki sem enn eru starfandi. Já er það, en hvað hafa sum fyrirtækin kostað þjóðarbúið og aðra?

Vitnað var til Actavis sem er hluti af ísraelska samheita lyfjafyrirtækinu Teva Pharmacautical Industries. Aðeins 0,3% starfsmanna þess eru á Íslandi. Þetta er fyrirtækið sem framleiðir haug af hinu skæða oxycontin verkjalyfi sem leikur fólk grátt víða um heim og dregur til dauða. Fyrirtækið sætir nú rannsókn í Bandaríkjunum fyrir alvarleg samkeppnislagabrot og að blekkja fjárfesta með fölskum og ófullnægjandi fjárhagsupplýsingum. Ein af fjármáladeildum fyrirtækisins starfar einmitt í Hafnarfirði.

Já, með fulla vasa af arði tókst að taka eftirhruns snúning á lífeyrissjóðunum.

Hann nefndi líka Bakkavör sem fór um fjárhirslur landsins á beltagröfum og jarðýtum. Muna ekki allir eftir Exista og þeim Bakkavarabræðrum. Gaurunum sem tókst ekki að bjarga Bakkavör, en mættu með fulla vasa fjár í kjölsogið á hruninu. Keyptu Bakkavör til baka á niðursettu verði þegar lífeyrissjóðir voru búnir að tapa slatta. Sumir hafa sagt að blekkingar hafi legið að baki þeim viðskiptum og enn aðrir líkja þeim við hrægamma.

Samkvæmt rannsóknarnefnd Alþingis var félag þeirra bræðra í Hollandi á meðal þeirra sem fékk hæstu arðgreiðslur allra fyrir hrun.
Já, með fulla vasa af arði tókst að taka eftirhruns snúning á lífeyrissjóðunum. Svona eins og að tvírota sama manninn með einu og sama högginu. Ég efast um að sjálfur Mike Tyson hafi ráðið yfir svona glæsikrók. Þetta er alvöru bonanza og er Ásgeir stoltur af sínum gömlu viðskiptavinum hjá Kaupþingi. Góður ertu Ásgeir!

Ekki lét Ásgeir hér staðar numið. Eins og góður uppistandari átti hann inni einn góðan í blálokin. Svona til að láta mann pissa á sig af hlátri. Hann sagði að fjöldi nema við hagfræðisdeild HÍ hafi tvöfaldast í sinni tíð sem deildarforseti eða um 100%. Einmitt Ásgeir, þú gleymdir bara að segja frá því að fjölgun nemenda við HÍ er sumpart vegna styttingar menntaskólanáms í þrjú ár. Það útskýrir fjórðung aukningar nýnema við HÍ í ár. Svo hefur nemendum á háskólastigi fjölgað um 71% frá aldamótum. Þannig að það er lítið eftir til skiptanna í meintar eigin vinsældir. En nice try!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: