Stjórnmál

„Getum alltaf kallað til baka kvótann“

By Miðjan

March 02, 2021

Hverjir hafa efni á að kaupa ef þetta fer á markað?

„Við í Flokki fólksins höfum sagt að við viljum fá arð af auðlindinni. Við viljum fá hæsta mögulega verð fyrir aðgang að auðlindinni. Hvernig förum við að því? Hér hefur verið spurt: Hverjir hafa efni á að kaupa ef þetta fer á markað? Eru það ekki bara þeir sem eiga allan peninginn, verður ekki bara enn þá meiri samþjöppun? Það er einmitt málið, þannig yrði það ekki,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í umræðu um breytingar á stjórnarskránni.

„Hér er ég í æðsta ræðustól landsins, á löggjafarsamkundunni. Ég er á hinu háa Alþingi Íslendinga og það er akkúrat hér sem löggjöfin er sett. Það er hér og akkúrat hér sem við myndum búa til reglurnar, móta reglurnar, og skapa þá umgjörð sem við viljum hafa til þess að allir geti tekið þátt. Við erum sannarlega ekki að leyfa öllum að taka þátt.“

„Löggjafinn getur alltaf tekið auðlindina til sín. Það er ekki vandamálið. Við getum alltaf kallað til baka kvótann, við getum alltaf innkallað hann í skömmtum og hvernig sem er. En það breytir ekki þeirri staðreynd að við erum að ganga á eitthvað sem hugsanlega hefur skapast hefð fyrir að kallist eignarréttur. Þá mun ríkið bera skyldu til að greiða fyrir það fullt verð eins og um eignaupptöku væri að ræða. Við getum stigið inn ef við teljum að það sé almannahagur. Það er engum blöðum um það að fletta, ég er ekki að segja annað, alls ekki. Þetta er það sem ég hef verið að velta fyrir mér. Við, átta formenn stjórnmálaflokka, höfum verið að vinna að þessu, ekki bara á 25 fundum, ég myndi margfalda það síðan með a.m.k. þremur og hálfum. Ég held að þetta séu sirka 175 klukkutímar. Mér finnst allt í lagi að segja það líka, það er miklu stærri tala,“ sagði Inga Sæland.