- Advertisement -

Getur einhver hnippt í Katrínu Ólafs fyrir mig

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Miklu frekar er hún gæslumaður auðvaldsins sem auðgast þegar raunvextir eru jákvæðir. Viðhorf Katrínar er út af fyrir sig tilefni endurskoðunar á veru hennar í nefndinni.

Katrín Ólafsdóttir er aðstoðar prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún er einnig meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sem ákvarðar stýrivexti landsins. Hún sagði orðrétt í Silfri dagsins „Við getum ekki verið með neikvæða raunstýrivexti til lengri tíma“.

Ég hnaut um þetta vitandi að raunveruleikinn er annar og engar nútíma hagfræðikenningar sem styðja alhæfinguna. Fullyrðingin er meira svona persónulegt viðhorf Katrínar sem endurspeglar að hún er ekki að gæta almannahagsmuna. Miklu frekar er hún gæslumaður auðvaldsins sem auðgast þegar raunvextir eru jákvæðir. Viðhorf Katrínar er út af fyrir sig tilefni endurskoðunar á veru hennar í nefndinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Framleiðni bandarísks hagkerfis hefur aukist öll árin á öldinni fram að faraldrinum.

Ef við horfum til Bandaríkjanna þá hafa raunstýrivextir verið neikvæðir í 68 prósent tímans sem af er öldinni samanber línuritið. Yfir sama tíma þá hefur atvinnuleysi minnkað jafnt og þétt, fyrir utan fjármálahrunið og kóvít-19 faraldurinn. Í dag þá stendur það í 4,8 prósentum. Framleiðni bandarísks hagkerfis hefur aukist öll árin á öldinni fram að faraldrinum.

Sömu sögu er að segja af evrusvæðinu. Það land sem trónir á toppi framleiðninnar í heiminum er evrulandið Lúxemborg. Þar hafa raunstýrivextir verið neikvæðir mikinn hluta aldarinnar. Þar sem Katrín situr í hinni afleiðingaríku peningastefnunefnd þá skuldar hún landsmönnum útskýringu á orðum sínum. Hún er ekki einhver manneskja út í bæ og orð hennar rata beint inn á fjármálamarkaðinn. Þau hafa afleiðingar fyrir skuldug heimili og fyrirtæki. Trúverðugleiki Seðlabankans er undir. Sem kennari þá skuldar hún nemendum sínum við HR einnig útskýringu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: