- Advertisement -

Glerhús kvöldgrillarans

Laun stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins hækkuðu um 31,5 prósent á árinu 2019.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi þingmaður Viðreisnar fór mikinn í óskammfeilnu viðtali hjá Fréttablaðinu í gær. Hann ásakaði forystumenn launþegahreyfinga fyrir að gera ósæmilega kjarasamninga sem væru úr takt við efnahagslegan veruleika. Í dag þá tilheyrir Þorsteinn hópi manna sem græðir á daginn og grillar á kvöldin, en  hann er forstjóri yfir Eignarhaldsfélaginu Hornsteini.

Það mætti því ætla að fyrirtækið sem hann réð sig til gangi fram með góðu fordæmi. Svo er alls ekki. Laun stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins hækkuðu um 31,5 prósent á árinu 2019. Þarna kastar landsfrægur kvöldgrillari grjóti úr glerhúsi. Öll hans orð um laun láglaunafólks og ábyrgðarleysi annarra  eru að engu hafandi.     

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: