- Advertisement -

Góð og slæm tíðindi

Jóhann Þorvarðarson:

Verðhækkanirnar eru því almennar. Verðbreytingar á undirliggjandi þáttum hefur að jafnaði verið á bilinu 5,3 til 5.7 prósent síðan í janúar, en stíga nú aftur upp á við þó hreyfingin sé agnarsmá.

Góðu fréttirnar eru að verðbólga á evrusvæðinu hélt áfram að síga í júní og er komin niður í 5,5 prósent á ársgrundvelli. Væntingar voru um engar verðbreytingar, en verð hækkaði samt að jafnaði um 0,3 prósent samkvæmt bráðabirgða álestri verðbólgumæla. Þökk sé orkutengdum liðum. Án orkuliða þá hefði bólgan mælst 6,9 prósent síðustu tólf mánuðina. Verðhækkanir hafa nú hjaðnað samfellt í átta mánuði í röð, en þær náðu mest í  að verða 10,6 prósent.

Slæmu tíðindin eru að undirliggjandi verðbólga fetar sig aftur upp á við og mælist 5,4 prósent á evrusvæðinu. Þar með eru undirliggjandi þættir orðnir jafnoki almennra mælinga. Verðhækkanirnar eru því almennar. Verðbreytingar á undirliggjandi þáttum hefur að jafnaði verið á bilinu 5,3 til 5.7 prósent síðan í janúar, en stíga nú aftur upp á við þó hreyfingin sé agnarsmá.

Í júní þá hækkaði verð á Íslandi um 0,85 prósent og erum við í liði með löndum eins og Eistlandi, Írlandi, Grikklandi, Króatíu, Möltu og Slóveníu sem sýna mestu verðhækkanirnar. Athygli mína vekja síðan lönd eins og Belgía, Spánn og Lúxemborg, en verðbólga þar er komin undir verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu eða 2 prósent. Fyrir um ári síðan þá glímdu löndin við bólgu sem var yfir 10 prósentum og í tilviki Belga þá var hún komin yfir 13 prósent. Hvað er að baki árangrinum gæti orðið efni í aðra grein, en við sjáum til.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: