- Advertisement -

Góður samningur Vilhjálmur?

Jóhann Þorvarðarson:

Þetta er ekki annað en smurning á samningshjólin og lágt verð fyrir Samtök atvinnulífsins að greiða til að kljúfa verkalýðshreyfinguna í herðar niður.

Uppsöfnuð verðbólga frá því Lífskjarasamningar voru undirritaðir í apríl árið 2019 og til dagsins sem Vilhjálmur Birgisson samdi af sér um helgina er 20,1 prósent. Og ef ég horfi eingöngu til breytinga á föstum lágmarkstekjum fyrir fullt starf þá hefur kaupmáttur þeirra rýrnað um 3,19 prósent yfir sama tímabil.

Ein launahækkun um næstu áramót er ekki komin í hús og ekki heldur er vitað hver verðbólgan verður í desember þannig að ég sleppi þessum liðum í útreikningunum. Þannig að þegar Vilhjálmur samdi þá var byrjunarstaða hans neikvæð um þessi 3,19 prósent. Segja má að Vilhjálmur hafi verið staddur á árinu 2018.

Tvö ár af kjarabaráttu eru gufuð upp.

Miðað við framkomnar upplýsingar þá talar Vilhjálmur um að áður umsaminn launaauki vegna hagvaxtar verði færður fram um 6 mánuði. Það er í raun ígildi eingreiðslu upp á 36 þúsund krónur því um annað var áður búið að semja. Þetta er ekki annað en smurning á samningshjólin og lágt verð fyrir Samtök atvinnulífsins að greiða til að kljúfa verkalýðshreyfinguna í herðar niður.

Eina launahækkunin, sem samið var um, er upp á 33 þúsund krónur á mánuði hjá þeim sem eru á föstum mánaðarlaunum. Það táknar að verði nýi samningurinn samþykktur að þá er launafólk á sama stað og það var í janúar árið 2021. Tvö ár af kjarabaráttu eru gufuð upp. Og þetta kallar Vilhjálmur besta samning sinn í 20 ára kjarabaráttu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: