- Advertisement -

Gólhundurinn byrjaður að urra

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Endurkoma Halldórs Benjamíns Þorbergssonar er án vafa dýpsta lægð sem gengið hefur yfir landið á árinu. Sannkölluð heimsskautalægð.

Er þá ekki rétt að opna sérstakt hundagerði fyrir gólhundana í Borgartúninu til að bjarga sumrinu hjá okkur hinum?

Varðhundur sérhagsmuna í Borgartúninu er því miður kominn fram á sjónarsviðið eftir að hafa gert þjóðinni greiða að halda sig fjarri fjölmiðlum. Og ekki er innleggið uppbyggilegt frekar en fyrri daginn. Segir að laun stjórnenda hafi hækkað hlutfallslega minna en hjá öðrum stéttum. Er þá ekki ágætt að rifja upp að heimilin lifa ekki á hlutfallslegum hækkunum. Það eru krónurnar sem enda í launaumslaginu sem skipta hér máli. Á þann mælikvarða þá hafa stjórnendur fengið mest og það vill gólhundurinn ekki ræða. Urrar bara til að afvegaleiða umræðuna.

Endurkoma Halldórs Benjamíns Þorbergssonar er án vafa dýpsta lægð sem gengið hefur yfir landið á árinu. Sannkölluð heimsskautalægð. Við eigum eftir að heyra meira ómarktækt urrandi gelt úr þessari átt á árinu. Kjarasamningar verða nefnilega lausir á haustmánuðum. Er þá ekki rétt að opna sérstakt hundagerði fyrir gólhundana í Borgartúninu til að bjarga sumrinu hjá okkur hinum?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: