- Advertisement -

Gömul bábilja jörðuð

Jóhann Þorvarðarson:

Erfitt gæti reynst að ná þessu markmiði með núverandi ríkisstjórn við völd þar sem hagsmunasamtök fyrirtækja eiga sér öfluga málsvara í  fjármálaráðherra og seðlabankastjóra.

Því hefur lengi verið haldið á lofti að vísitölutenging launa ali í sjálfu af sér verðbólgu. Trúin á meint samhengi var svo sterk að tengingin var afnumin með þjóðarsátt á Íslandi árið 1990. Síðan hafa hagsmunasamtök atvinnurekenda af og til kyrjað meint orsakasamband í kringum kjarasamninga. Mismikið þó og fer það eftir stöðu verðbólgunnar hverju sinni. Tilgangurinn er gjarnan að viðhalda tiltekinni hræðslu hjá mótaðilanum og gera launþega ábyrga fyrir því sem aflaga gæti farið í verðbólguvörnum ef kjarakröfur eru atvinnurekendum ekki að skapi. 

Einhvers staðar segir að trúin flytji fjöll og spyr ég hvort það geti hafa átt við hér því nýleg gögn sýna að á ferðinni sé ekki annað en átrúnaður. Í það minnsta þá er þetta samband ekki í gildi lengur. Á myndinni sem fylgir þá ber ég saman verðbólguþróun þriggja landa á samræmdan mælikvarða Evrópusambandsins: Belgía, Lúxemborg og Ísland. Samanburðarlöndin tvö tengja laun við neysluverðsvísitöluna. Að jafnaði þá falla línurnar ansi vel saman enda er meðalverðbólga á svipuðu reki. Í Belgíu þá var hún að jafnaði 2,4 prósent, 2,1 prósent í Lúxemborg og 2,8 prósent á Íslandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir hafa sýnt af sér óvitaskap.  

Í verðbólgulegu tilliti skiptir því ekki máli hvort valin er sú leið að tengja laun við verðvísitölu eða ekki. Fyrirtæki vilja samt ekki koma tengingunni aftur á enda er núverandi skipan fyrirtækjum hagfelld. Hún veitir þeim tiltekið tangarhald á kaupmættinum og gefur færi á að auka hagnaðarhlutdeildina á tímum rísandi verðbólgu.

Þar sem umrætt orsakasamband er ekki til staðar þá ætti launþegahreyfingin að hugleiða að taka upp þá baráttukröfu að vísitölutengja laun. Tengingin myndi virka sem svipa á stjórnendur fyrirtækja, en á undanförnum árum hefur vísitala rekstrarhagnaðar rokið fram úr vísitölu heildarlauna samkvæmt BHM og Hagstofu Íslands.  Með öðrum orðum þá er hlutdeild fyrirtækja í verðmætasköpun landsins að aukast. Hagnaður vex á föstu verðlagi. Tölur sýna síðan að álagning í heild- og smásöluverslun hefur risið eins og land í kringum Fagradalsfjall með tilheyrandi jarðhræringum.

Erfitt gæti reynst að ná þessu markmiði með núverandi ríkisstjórn við völd þar sem hagsmunasamtök fyrirtækja eiga sér öfluga málsvara í  fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. Báðir hafa talað digurbarkalega í fjölmiðlum eins og að hið meintu orsakatengsl séu í fullu fjöri. Þeir hafa sýnt af sér óvitaskap.  

Hvor tveggja hemur fyrirtækjagræðgi.

Eins og ég fjallaði um í síðustu grein þá hafa Belgar náð eftirtektarverðum árangri í glímunni við verðbólguna, en þar í landi er bólgan komin undir verðbólgumarkmiðið á samræmdan mælikvarða Evrópusambandsins. Sá árangur náðist meðal annars vegna þess að hagnaðarhlutdeild fyrirtækja í verðmætasköpuninni lækkaði með markverðum hætti. Ný víðfeðm rannsókn staðfestir síðan að álagning stóð í stað eða dróst saman í fyrra. Færa má fyrir því sterk rök að hér vinni tveir samverkandi þættir saman. Annars vegar ríkir hörð samkeppni í Belgíu ólíkt því sem er á Íslandi og hins vegar eru laun vísitölutryggð. Hvor tveggja hemur fyrirtækjagræðgi.

Ég slæ því föstu að á Íslandi hallar á launþega að búa ekki við vísitölutengingu launa. Hagsmunir launþega og fyrirtækja eru öndverðir í þessum efnum og þarf í raun jafnaðarstjórn til að knýja fram leiðréttingu ef hemja á verðbólgu til framtíðar. Fyrirtækin hafa nefnilega sýnt að þau höndla ekki þá ábyrgð að hafa hemil á álagningunni á tímum rísandi verðbólgu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: