- Advertisement -

Götustrákurinn Már Guðmundsson

Jóhann Þorvarðarson:

Íslensk verðbólga er ekki utanaðkomandi ástand nema að hluta til því ákvarðanir bæði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hafa framkallað óþarfa verðhækkanir.

Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri segir hjá vefmiðlinum Vísi að verðbólgan sé bara það sem hún er og ekki eigi að kenna neinu um hana. Ég get ekki verið meira ósammála.

Án þess að skilja í þaula hvað veldur viðvarandi hárri verðbólgu í dag þá verður ekki hægt að draga lærdóm af og koma í veg fyrir sömu mistök við hagstjórnina í framtíðinni. Íslensk verðbólga er ekki utanaðkomandi ástand nema að hluta til því ákvarðanir bæði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hafa framkallað óþarfa verðhækkanir. Það á vart að þurfa að rifja upp hver glappaskotin eru svo oft hef ég hamrað á þeim hér á Miðjunni.

Yfirlýsing Más er ofboðslega íslensk og kjarnar siðleysið sem plagar stjórn landsins og stórra fyrirtækja. Enginn skal bera ábyrgð á eigin axarsköftum og litlar kröfur eru gerðar til hæfni manna sem tilheyra valdaklíkum. Þetta er eins og var með íslenska landsliðið í fótbolta hér á árum áður. Þá var erfiðara að detta út úr landsliðshóp heldur en að komast í lið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Núna sjáum við hvað er að gerast hjá Íslandsbanka. Þar ætlar Birna Einarsdóttir bankastjóri alls ekki að víkja þrátt fyrir kolsvarta skýrslu um spillingu og andvaraleysi gagnvart áhættu, ábyrgð og trúmennsku. Nei, allt er látið vaða á súðum. Glannaskapur og græðgi heltekur menningu bankans að nýju aðeins 15 árum eftir að þessi sami banki hrundi með hvelli. Bjarni Ben fjármálaráðherra er síðan kominn í felur og ætlar alveg örugglega ekki að víkja þó hann beri endanlega ábyrgð í þessu máli. Samkvæmt Má Guðmundssyni þá eigum við ekki að kenna neinum um því þetta er það sem það er. Þvílíkur skálkur!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: