- Advertisement -

Græðgi einkafyrirtækja eykur atvinnuleysi

Þessar niðurstöður varpa óneitanlega skugga á falskan áróður Samtaka atvinnulífsins

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Alþjóðlegar rannsóknir sýna jákvætt samband milli aukins launajöfnuðar og meiri hagvaxtar. Má í þessum efnum til dæmis benda á rannsóknir Þorvaldar Gylfasonar. Út frá þessu þá er áhugavert að skoða myndina sem fylgir, en ég byggi hana á nýjum upplýsingum frá Kjaratölfræðinefnd. Glögglega sést að einkageirinn (almenni vinnumarkaðurinn) stuðlar að vaxandi launaójöfnuði í landinu og þar með minni hagvexti en ella.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessar niðurstöður varpa óneitanlega skugga á falskan áróður Samtaka atvinnulífsins um að upphaf og endir alls sé einkageirinn. Á umliðnum tveimur áratugum þá hefur einkageirinn stuðlað að vaxandi launaskriði upp á toppinn, sem leitt hefur til meira atvinnuleysis á hverju tíma. Það út af fyrir sig vinnur gegn almannahagsmunum. Allt er þetta vottað og stimplað af Sjálfstæðisflokknum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: