- Advertisement -

Grín fyrir Ara Eldjárn

Þetta hljómar eins og hvert annað grín sem kastað er framan í kjósendur.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ég var að lesa stefnuskrá Vinstri grænna og eitt af stefnumálum þessa auðvaldsþjóns hefst á orðunum „Höfnum hernaði“. Ótrúverðugra verður það ekki þegar haft er í huga að formaður flokksins er nýbúinn að baða sig á leiksviði Nato. Í stefnuskránni segir jafnframt „Heræfingar eiga að vera óheimilar á Íslandi“. Þetta hljómar eins og hvert annað grín sem kastað er framan í kjósendur. Í tíð núverandi ríkisstjórnar þá hafa heræfingar í og við landið aldrei verið fleiri síðan bandaríska herliðið lagði niður starfsemi í Keflavík. Svo hefur verið fjárfest fyrir skilljónir í nýjum hernaðarmannvirkjum á undanförnum 4 árum við flugvöll Leifs Eiríkssonar. Vinstri græn er augljóslega flokkur sem ekki ber virðingu fyrir kjósendum enda tekur hann sjálfan sig ekki alvarlega. Stefnuskrá flokksins er efni í uppistand fyrir Ara Eldjárn því ofangreint er ekki eini brandarinn sem þar er að finna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: