- Advertisement -

Guðlaug og landamæravörðurinn

Hagnaðinn hirðir aftur á móti fína fólkið.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Guðlaug Kristinsdóttir er í vinnu hjá pabba sínum og fer fyrir fjárfestingarfyrirtækinu Stekkur. Þar höndlar hún með fé sem fjölskyldan fékk með sölu fiskkvóta sem þjóðin á. Guðlaug er afabarn sægreifans Alla ríka og var mætt í áróðursviðtal hjá viðskiptablaði Fréttablaðsins í síðustu viku. Áróðurinn var eins og lestur upp úr handriti Samtaka atvinnulífsins með kunnuglegum sérhagsmuna boðskap. Í viðtalinu þá sagði Guðlaug meðal annars „Krónan er einskonar landamæravörður sem gætir að því að efnahagsleg áföll flæða ekki inn í landið og gefur okkur svigrúm til að stilla hagkerfið af. Við getum því hagað seglum eftir því hvernig vindar blása hverju sinni, í stað þess að treysta á sömu gengisskráninguna“. Þarna talaði erfðamengi Guðlaugar. Orð hennar veita innsýn inn í sérkennilegan hugarheim um að rétt sé að almúgavæða taprekstur fyrirtækja með gengisfellingum og mikilli verðbólgu. Hagnaðinn hirðir aftur á móti fína fólkið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðhorf Guðlaugar að krónan sé hagrænn sveiflujafnari er úrelt og hafa vel rekin þjóðfélög yfirgefið hugsunina fyrir löngu. Það vinnur gegn almannahagsmunum. Sýnt hefur verið fram á að bestur árangur næst með því að vera hluti af stóru og stöðugu myntsvæði. Ágætt dæmi er danskt hagkerfi, sem er framar öllum öðrum kerfum í veröldinni nú um stundir. Danska krónan er bundin við evruna með rembihnút. Færeyjar njóta þar góðs af og eru með lítið sem ekkert atvinnuleysi og enga verðbólgu samanber myndin sem fylgir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: